Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 10:45 Alexander Smirnov huldi andlit sitt fyrir utan dómshús Las Vegas í gær. Hann er í miðjunni á myndinni. AP/Bizuayeh Teshaye Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. Ásakanir Alexanders Smirnov hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta, á meintum embættisbrotum hans. Í nýju minnisblaði, þar sem saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem hefur Hunter Biden til rannsóknar, fara fram á að Smirnov verði settur í gæsluvarðhald, kemur fram að Smirnov hafi sagt rússneska embættismenn á vegum leyniþjónustu hafa komið að því að dreifa sögusögnum um Hunter Biden. Hunter Biden sat um tíma í stjórn úkraínska fyrirtækisins Burisma en Smirnov er sakaður um að hafa logið því í júní 2020 að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu greitt bæði Hunter og Joe fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Þetta segja saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að sé lygi. Smirnov er sagður hafa skáldað þessar ásakanir því honum hafi verið illa við Joe Biden. Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Háttsettir Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa notað ásakanir Smirnovs á opinberum vettvangi og ítrekað lýst honum sem „trúverðugu vitni“. Hitti Rússa í nóvember Í áðurnefndu minnisblaði segja saksóknarar að Smirnov haldi því fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þá segja þeir hætt við því að hann reyni að flýja land, þar sem hann hafi sagt ósatt um eigin eigur. Hann sagðist eiga lítið sem engan pening en komið hefur í ljós að hann á um sex milljónir dala. Smirnov heldur því einnig fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hefur hann sagt að starfsmenn rússneskar leyniþjónustu hafi vaktað klúbb á hóteli í Úkraínu og bað starfsmenn FBI um að rannsaka hvort Hunter Biden hefði verið í þessum klúbbi og hvort Rússar ættu upptökur af honum. Sagðist Smirnov hafa séð myndband af Hunter inn í klúbbnum. Hunter Biden hefur hins vegar aldrei farið til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 „Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38 Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Ásakanir Alexanders Smirnov hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta, á meintum embættisbrotum hans. Í nýju minnisblaði, þar sem saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem hefur Hunter Biden til rannsóknar, fara fram á að Smirnov verði settur í gæsluvarðhald, kemur fram að Smirnov hafi sagt rússneska embættismenn á vegum leyniþjónustu hafa komið að því að dreifa sögusögnum um Hunter Biden. Hunter Biden sat um tíma í stjórn úkraínska fyrirtækisins Burisma en Smirnov er sakaður um að hafa logið því í júní 2020 að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu greitt bæði Hunter og Joe fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Þetta segja saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að sé lygi. Smirnov er sagður hafa skáldað þessar ásakanir því honum hafi verið illa við Joe Biden. Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Háttsettir Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa notað ásakanir Smirnovs á opinberum vettvangi og ítrekað lýst honum sem „trúverðugu vitni“. Hitti Rússa í nóvember Í áðurnefndu minnisblaði segja saksóknarar að Smirnov haldi því fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þá segja þeir hætt við því að hann reyni að flýja land, þar sem hann hafi sagt ósatt um eigin eigur. Hann sagðist eiga lítið sem engan pening en komið hefur í ljós að hann á um sex milljónir dala. Smirnov heldur því einnig fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hefur hann sagt að starfsmenn rússneskar leyniþjónustu hafi vaktað klúbb á hóteli í Úkraínu og bað starfsmenn FBI um að rannsaka hvort Hunter Biden hefði verið í þessum klúbbi og hvort Rússar ættu upptökur af honum. Sagðist Smirnov hafa séð myndband af Hunter inn í klúbbnum. Hunter Biden hefur hins vegar aldrei farið til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 „Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38 Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23
„Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38
Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58
Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04