Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 13:00 Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Vísir/Steingrímur Dúi Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Meðal breytinga sem ríkisstjórnin boðaði eru að afgreiðslutímar umsókna verði styttir í níutíu daga, landamæraeftirlit verður aukið til að fylgjast með þeim sem hafa fengið endurkomubann og á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Fólk frelsissvipt Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir það koma henni á óvart hversu lítið pólitískt viðnám er við hugmyndum ríkisstjórnarinnar. „Það sem ég hef verið að gagnrýna er sérstaklega þessar hugmyndir um varðhaldsbúðir eða lokuð búsetuúrræði eins og stjórnvöld kalla það. Þarna er verið að leggja drög að því að frelsissvipta fólk sem hefur ekki gert neitt annað af sér en að leita að betra lífi. Fólk sem getur ekkert farið, allar bjargir bannaðar nema að setja sig í lífshættu. Það er ekki verið að taka tillit til mannúðarsjónarmiða eins og sögu fólks sem hefur til dæmis lent í mansali og þá erum við sérstaklega að tala um konur,“ segir Drífa. Flóttafólk í verri stöðu Hún telur að búðirnar stangist á við stjórnarskrá Íslands. „Flóttafólk á Íslandi verður augljóslega í verri stöðu. Til þess er leikurinn gerður, það er að segja að gefa út þau skilaboð til umheimsins að hingað sé fólk ekki velkomið,“ segir Drífa. Heyrist of lítið frá öðrum flokkum Drífa sat um tíma á þingi sem varaþingmaður Vinstri grænna. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir að styðja breytingarnar. „Það kemur mér afskaplega mikið á óvart að flokkar sem hafa hingað til gefið sig út fyrir að vera í varðstöðu fyrir mannúð og mannréttindi séu núna farin að gefa eftir í þessum málum og það kemur mér mjög á óvart að það sé ekki allt brjálað yfir þessu í pólitíkinni,“ segir Drífa
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Mansal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira