Óttast hallarbyltingu í Félagi eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 13:42 Mikill hugur er í eldri borgurum. Aðalfundur félags Eldri borgara er að hefjast og óttast menn nú að eldri armur Sjálfstæðisflokksins vilji leggja félagið undir sig. Vísir/Samsett Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram nú klukkan 14. Ábendingar hafa borist um að deild úr Sjálfstæðisflokknum hyggist yfirtaka félagið. „Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns. Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Það hefur verið rosaleg smölun,“ segir heimildarmaður Vísis sem var að hverfa inn á fundinn. Og talsvert hefur verið um skráningar í félagið, þá ekki síst úr Grafarvogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Álftanesi. Það stefnir í spennandi kosningar og Vísir mun fylgjast með hvernig fer. En víst er að hann er ekki árennilegur sá flokkur sem kenndur er við hægri vænginn. Formannsefni þess hóps er Sigurður Ágúst Sigurðsson fyrrverandi forstjóri DAS. Auk Sigurðar bjóða Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber fram krafta sína í stöðu formanns. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér. Kynningu á formannskandídötum má lesa hér. Meðal þeirra sem eru í framboði í stjórn eru svo þau Bessí Jóhannsdóttir sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil, Jón Magnússon lögmaður sem var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Elinóra Inga Sigurðardóttir sem var á ÍNN en hefur setið á listum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ragnar Árnason hagfræðingur sem hefur verið einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins. Alls eru ellefu í framboði til stjórnar og má kynna sér ferilskrá þeirra hér. Ragnar segir í framboðsskjali að hann telji samfélagslega þjónustu fyrir eldri borgara með þeim hætti að óviðunandi sé og fari versnandi. Þeir sem eldri eru en 70 séu um 40 þúsund og þrýstivald þeirra eigi að vera mikið ef því er beitt skipulega. Víst er að mikil spenna ríkir en aðalfundur félagsins hefst nú klukkan tvö. Sjálfstæðismenn gerðu atlögu að félaginu fyrir fjórum árum, fullyrðir heimildamaður Vísis sem er öllum hnútum kunnugur innan félagsins, en þá tókst ekki að ná á því taki. Þá átti einnig mikil smölun sér stað. Kosningastjóri fyrir þennan arm Sjálfstæðisflokksins nú er sagður Einar Hálfdánarson lögfræðingur, sem hefur skrifað mikið í Moggann og er faðir Diljáar alþingismanns.
Eldri borgarar Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira