Ætlar að verða forseti og lærir af reynslumiklum frambjóðanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:31 Haffi aðstoðaði Ástþór við að safna undirskriftum í dag. Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, aðstoðaði forsetaframbjóðandann Ástþór Magnússon við að afla framboði þess síðarnefnda undirskriftum í dag. Sjálfur segist Haffi stefna á framboð þegar fram líða stundir. Því hafi verið um að ræða frábært tækifæri til að öðlast smá reynslu. Netverji nokkur vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum X að Ástþór hefði verið að safna undirskriftum í Tækniskólanum. Meiri athygli netverjans vakti þó vera Haffa í skólanum. Af hverju er Ástþór Magnússon að safna undirskriftum í Tækniskólanum og af hverju er Haffi Haff aðstoðarmaðurinn hans???— Fannar (@fannarapi) February 21, 2024 Í samtali við Vísi segir Haffi einfalda ástæðu vera fyrir þessu. Kveikjan hafi verið þegar Haffi hitti Ástþór fyrir tilviljun í hugleiðslu síðastliðinn sunnudag. „Það var svo skemmtilegt, því ég hef líka viljað bjóða mig fram einhvern tímann í framtíðinni. Þannig að hann bauð mér þá að koma og læra aðeins hvað þetta snýst um. Mér fannst þetta bara áhugavert, og ég er sú manneskja sem vill taka tækifærin. Þannig að ég ákvað að fara og sjá hvað þetta snýst um,“ segir Haffi. Þeir hafi farið í Sjómannaskólann, Tækniskólann og Listaháskólann í dag. Gaman hafi verið að hitta fólk og sjá hvernig forsetaframbjóðendur ræði við fólk og afli sér stuðnings. „Ef þú ætlar að bjóða þig fram, þá skaltu læra aðeins hvernig þetta fer fram.“ Útilokar ekki frekari aðstoð Haffi segir alveg óljóst hvort hann komi til með að liðsinna Ástþóri frekar. Hann útiloki það ekki. „Mér finnst bara gaman að geta hjálpað fólki aðeins og fá smá reynslu af þessu. Ef það eru aðrir sem vilja hjálp frá mér þá er ég til í það líka. Mér finnst mikilvægt að við séum ekki öll með sömu skoðun. Fólk er að safna undirskriftum til þess að geta boðið sig fram,“ segir Haffi og vísar til þess að hann hafi ekkert ákveðið um hver fái hans atkvæði í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi. Haffa lítist vel á friðarboðskap Ástþórs og hafi heyrt um hann góða hluti. „Ísland á að vera staðurinn þar sem fólk getur komið, eins og Reagan og Gorbachev, og talað um hlutina.“ Ástþór er einn fimm sem tilkynnt hafa um forsetaframboð. Hin fjögur eru Arnar Þór Jónsson lögmaður, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Óhætt er að segja að af þeim frambjóðendum sem fram eru komnir hafi Ástþór mesta reynslu af framboðsstörfum, en þetta er í sjötta sinn sem Ástþór sækist eftir lyklunum að Bessastöðum. Þá hefur Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, sagst íhuga af alvöru að bjóða sig fram. Ekki pólitískt embætti Þó Haffi sé ákveðinn í að bjóða sig fram síðar þá telur hann sig ekki tilbúinn. „Ég er að reyna að sýna fólki hver ég er sem manneskja, ekki bara sem listamaður, þess vegna er ég í sjálfboðastarfi, hjálpræðisherinn, hertex, kirkjan og hjálpa vinum sem voru að koma úr meðferð.“ Haffi segist ekki telja forsetaembættið eiga að snúast um pólitík. „Þetta snýst um það hver hentar best í starfið til að vera fulltrúi okkar allra.“ Kannski 2028, kannski síðar Aðspurður segir Haffi ekki ljóst hvort framboð hans til forseta verði 2028 eða síðar. „Maður veit ekki, því það gæti verið að það komi einhver, gæti verið Ástþór eða einhver annar. Það gæti komið eitthvað óvænt. 2028, ég veit ekki hvort það er nægur tími. Ég er bara að verða fertugur í september. Auðvitað þyrstir mig í að gera eitthvað flott fyrir landið mitt. Ég lít á þetta sem tækifæri. Ég hef þetta pláss og þennan tíma til að læra og fara svo að gera þetta vel,“ segir Haffi. Að hans mati þurfi forsetinn að vera maður fólksins, og embættið eigi ekki að litast af pólitík eða skoðun þess sem á Bessastöðum situr. „Mig vantar aðeins meiri tíma, aðeins meiri þróun. Ég þarf að vera sjálfsgagnrýnni, læra meira, fá gagnrýni frá öðrum. Hver veit, kannski verð ég faðir eftir nokkur ár og sé hlutina öðruvísi þá.“ Þrátt fyrir að tímaramminn sé óljós segir Haffi alveg klárt að einn daginn verði hann á kjörseðlinum. „Þegar ég er kominn inn á fimmtugs- eða sextugsaldurinn þá má alveg búast við því að ég bjóði mig fram.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 10. ágúst 2022 09:46 Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. 23. febrúar 2022 12:00 Lærði að gefast aldrei upp Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki. 24. janúar 2020 10:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Netverji nokkur vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum X að Ástþór hefði verið að safna undirskriftum í Tækniskólanum. Meiri athygli netverjans vakti þó vera Haffa í skólanum. Af hverju er Ástþór Magnússon að safna undirskriftum í Tækniskólanum og af hverju er Haffi Haff aðstoðarmaðurinn hans???— Fannar (@fannarapi) February 21, 2024 Í samtali við Vísi segir Haffi einfalda ástæðu vera fyrir þessu. Kveikjan hafi verið þegar Haffi hitti Ástþór fyrir tilviljun í hugleiðslu síðastliðinn sunnudag. „Það var svo skemmtilegt, því ég hef líka viljað bjóða mig fram einhvern tímann í framtíðinni. Þannig að hann bauð mér þá að koma og læra aðeins hvað þetta snýst um. Mér fannst þetta bara áhugavert, og ég er sú manneskja sem vill taka tækifærin. Þannig að ég ákvað að fara og sjá hvað þetta snýst um,“ segir Haffi. Þeir hafi farið í Sjómannaskólann, Tækniskólann og Listaháskólann í dag. Gaman hafi verið að hitta fólk og sjá hvernig forsetaframbjóðendur ræði við fólk og afli sér stuðnings. „Ef þú ætlar að bjóða þig fram, þá skaltu læra aðeins hvernig þetta fer fram.“ Útilokar ekki frekari aðstoð Haffi segir alveg óljóst hvort hann komi til með að liðsinna Ástþóri frekar. Hann útiloki það ekki. „Mér finnst bara gaman að geta hjálpað fólki aðeins og fá smá reynslu af þessu. Ef það eru aðrir sem vilja hjálp frá mér þá er ég til í það líka. Mér finnst mikilvægt að við séum ekki öll með sömu skoðun. Fólk er að safna undirskriftum til þess að geta boðið sig fram,“ segir Haffi og vísar til þess að hann hafi ekkert ákveðið um hver fái hans atkvæði í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi. Haffa lítist vel á friðarboðskap Ástþórs og hafi heyrt um hann góða hluti. „Ísland á að vera staðurinn þar sem fólk getur komið, eins og Reagan og Gorbachev, og talað um hlutina.“ Ástþór er einn fimm sem tilkynnt hafa um forsetaframboð. Hin fjögur eru Arnar Þór Jónsson lögmaður, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Óhætt er að segja að af þeim frambjóðendum sem fram eru komnir hafi Ástþór mesta reynslu af framboðsstörfum, en þetta er í sjötta sinn sem Ástþór sækist eftir lyklunum að Bessastöðum. Þá hefur Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, sagst íhuga af alvöru að bjóða sig fram. Ekki pólitískt embætti Þó Haffi sé ákveðinn í að bjóða sig fram síðar þá telur hann sig ekki tilbúinn. „Ég er að reyna að sýna fólki hver ég er sem manneskja, ekki bara sem listamaður, þess vegna er ég í sjálfboðastarfi, hjálpræðisherinn, hertex, kirkjan og hjálpa vinum sem voru að koma úr meðferð.“ Haffi segist ekki telja forsetaembættið eiga að snúast um pólitík. „Þetta snýst um það hver hentar best í starfið til að vera fulltrúi okkar allra.“ Kannski 2028, kannski síðar Aðspurður segir Haffi ekki ljóst hvort framboð hans til forseta verði 2028 eða síðar. „Maður veit ekki, því það gæti verið að það komi einhver, gæti verið Ástþór eða einhver annar. Það gæti komið eitthvað óvænt. 2028, ég veit ekki hvort það er nægur tími. Ég er bara að verða fertugur í september. Auðvitað þyrstir mig í að gera eitthvað flott fyrir landið mitt. Ég lít á þetta sem tækifæri. Ég hef þetta pláss og þennan tíma til að læra og fara svo að gera þetta vel,“ segir Haffi. Að hans mati þurfi forsetinn að vera maður fólksins, og embættið eigi ekki að litast af pólitík eða skoðun þess sem á Bessastöðum situr. „Mig vantar aðeins meiri tíma, aðeins meiri þróun. Ég þarf að vera sjálfsgagnrýnni, læra meira, fá gagnrýni frá öðrum. Hver veit, kannski verð ég faðir eftir nokkur ár og sé hlutina öðruvísi þá.“ Þrátt fyrir að tímaramminn sé óljós segir Haffi alveg klárt að einn daginn verði hann á kjörseðlinum. „Þegar ég er kominn inn á fimmtugs- eða sextugsaldurinn þá má alveg búast við því að ég bjóði mig fram.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 10. ágúst 2022 09:46 Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. 23. febrúar 2022 12:00 Lærði að gefast aldrei upp Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki. 24. janúar 2020 10:00 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 10. ágúst 2022 09:46
Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. 23. febrúar 2022 12:00
Lærði að gefast aldrei upp Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki. 24. janúar 2020 10:00