Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:30 Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Ástin og lífið Trúmál Brúðkaup Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun