„Lokað búsetuúrræði“ – pólitísk misnotkun tungumálsins Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Nafnorðið úrræði er gamalt í málinu og er skýrt ʻmöguleiki til úrlausnar, kosturʼ í Íslenskri nútímamálsorðabók. Fyrir rúmum 30 árum var farið að nota samsetninguna búsetuúrræði sem vísaði þá til þeirra kosta sem byðust ýmsum hópum um búsetu – í Íslenskri nútímamálsorðabók er orðið skýrt ʻúrræði til að útvega ákveðnum hópi húsnæðiʼ. En fljótlega færðist merking orðsins yfir á húsnæðið sjálft og nú merkir það í raun yfirleitt ʻheimiliʼ, eiginlega ʻheimili fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðuʼ – fatlað fólk, aldrað fólk, fólk háð fíkniefnum o.fl. Oft er þarna samt um að ræða húsnæði eða aðstöðu sem stjórnvöld virðast veigra sér við að kalla heimili vegna þess að þar skortir oft ýmislegt sem einkennir dæmigerð heimili, svo sem einkarými. Nýlega hefur svo bæst við sambandið lokað búsetuúrræði. Það kom fyrst fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 2022 – í greinargerð segir: „Annars staðar á Norðurlöndum eru einnig rekin svokölluð lokuð búsetuúrræði (e. detention center) sem ætluð eru til vistunar fyrir ríkisborgara þriðja ríkis sem eru í ólögmætri dvöl […].“ Í Merriam-Webster orðabókinni er detention center vissulega skýrt ʻa place where people who have entered a country illegally are kept for a period of timeʼ eða ʻstaður þar sem fólk sem hefur komið ólöglega inn í land er vistað um tímaʼ. En enska orðið detention vísar ótvírætt til frelsisskerðingar – eðlilegasta þýðing þess á íslensku er varðhald. Það er því mjög sérkennilegt að þýða detention center sem lokað búsetuúrræði sem skilgreint er sem „Úrræði um lokaða búsetu útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“ í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda – lokuð búseta er svo skilgreind sem „Lokuð búseta útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“. Vissulega á að vista þarna fólk sem er í viðkvæmri stöðu eins og í öðrum búsetuúrræðum en þetta er þó vitanlega ekki ʻheimiliʼ í neinum skilningi eins og sést m.a. á því að mörgum greinum frumvarpsins svipar til ákvæða um fangelsi í Lögum um fullnustu refsinga – t.d. eru ákvæði um heimsóknir, agabrot, líkamsleit, heimild til valdbeitingar, vistun í öryggisklefa o.fl., og meðal starfsfólks eru fangaverðir. Hvað sem segja má um notkun orðsins búsetuúrræði hingað til er þetta algerlega á skjön við hana. „Lokuð búseta“ þar sem fangaverðir gæta fólks er auðvitað ekkert annað en fangelsi. Það er alþekkt að í viðkvæmum ágreiningsmálum leitast stjórnvöld oft við að föndra við tungumálið til að slá ryki í augu almennings og breiða yfir það um hvað málið snýst í raun. Um þetta höfum við mörg nýleg dæmi, íslensk og erlend. Fyrir rúmu ári tók þáverandi dómsmálaráðherra upp orðið rafvarnarvopn yfir það sem lengi hafði heitið rafbyssa á íslensku, og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum sem lagt var fram á Alþingi í fyrra og aftur núna er orðið afbrotavarnir notað um það sem áður var kallað forvirkar rannsóknarheimildir. En lokað búsetuúrræði er samt grófasta dæmið – eins og það orðasamband er notað í áðurnefndu frumvarpi gæti það eins átt við um fangelsin á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Fólk getur vitskuld haft mismunandi skoðanir á efni frumvarpsins en þegar stjórnvöld telja sig þurfa að hagræða tungumálinu í lýsingu á athöfnum sínum er það yfirleitt til marks um annaðhvort vonda samvisku eða hræðslu – hræðslu við almenningsálitið. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera það sem þau telja nauðsynlegt og kalla það sínum réttu nöfnum en reyna ekki að fela það með orðskrúði eða með því að breyta hefðbundinni merkingu orða – það er merki um hugleysi. Látum stjórnvöld ekki komast upp með slíka misnotkun tungumálsins. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Hælisleitendur Fangelsismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Sjá meira
Nafnorðið úrræði er gamalt í málinu og er skýrt ʻmöguleiki til úrlausnar, kosturʼ í Íslenskri nútímamálsorðabók. Fyrir rúmum 30 árum var farið að nota samsetninguna búsetuúrræði sem vísaði þá til þeirra kosta sem byðust ýmsum hópum um búsetu – í Íslenskri nútímamálsorðabók er orðið skýrt ʻúrræði til að útvega ákveðnum hópi húsnæðiʼ. En fljótlega færðist merking orðsins yfir á húsnæðið sjálft og nú merkir það í raun yfirleitt ʻheimiliʼ, eiginlega ʻheimili fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðuʼ – fatlað fólk, aldrað fólk, fólk háð fíkniefnum o.fl. Oft er þarna samt um að ræða húsnæði eða aðstöðu sem stjórnvöld virðast veigra sér við að kalla heimili vegna þess að þar skortir oft ýmislegt sem einkennir dæmigerð heimili, svo sem einkarými. Nýlega hefur svo bæst við sambandið lokað búsetuúrræði. Það kom fyrst fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 2022 – í greinargerð segir: „Annars staðar á Norðurlöndum eru einnig rekin svokölluð lokuð búsetuúrræði (e. detention center) sem ætluð eru til vistunar fyrir ríkisborgara þriðja ríkis sem eru í ólögmætri dvöl […].“ Í Merriam-Webster orðabókinni er detention center vissulega skýrt ʻa place where people who have entered a country illegally are kept for a period of timeʼ eða ʻstaður þar sem fólk sem hefur komið ólöglega inn í land er vistað um tímaʼ. En enska orðið detention vísar ótvírætt til frelsisskerðingar – eðlilegasta þýðing þess á íslensku er varðhald. Það er því mjög sérkennilegt að þýða detention center sem lokað búsetuúrræði sem skilgreint er sem „Úrræði um lokaða búsetu útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“ í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda – lokuð búseta er svo skilgreind sem „Lokuð búseta útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“. Vissulega á að vista þarna fólk sem er í viðkvæmri stöðu eins og í öðrum búsetuúrræðum en þetta er þó vitanlega ekki ʻheimiliʼ í neinum skilningi eins og sést m.a. á því að mörgum greinum frumvarpsins svipar til ákvæða um fangelsi í Lögum um fullnustu refsinga – t.d. eru ákvæði um heimsóknir, agabrot, líkamsleit, heimild til valdbeitingar, vistun í öryggisklefa o.fl., og meðal starfsfólks eru fangaverðir. Hvað sem segja má um notkun orðsins búsetuúrræði hingað til er þetta algerlega á skjön við hana. „Lokuð búseta“ þar sem fangaverðir gæta fólks er auðvitað ekkert annað en fangelsi. Það er alþekkt að í viðkvæmum ágreiningsmálum leitast stjórnvöld oft við að föndra við tungumálið til að slá ryki í augu almennings og breiða yfir það um hvað málið snýst í raun. Um þetta höfum við mörg nýleg dæmi, íslensk og erlend. Fyrir rúmu ári tók þáverandi dómsmálaráðherra upp orðið rafvarnarvopn yfir það sem lengi hafði heitið rafbyssa á íslensku, og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum sem lagt var fram á Alþingi í fyrra og aftur núna er orðið afbrotavarnir notað um það sem áður var kallað forvirkar rannsóknarheimildir. En lokað búsetuúrræði er samt grófasta dæmið – eins og það orðasamband er notað í áðurnefndu frumvarpi gæti það eins átt við um fangelsin á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Fólk getur vitskuld haft mismunandi skoðanir á efni frumvarpsins en þegar stjórnvöld telja sig þurfa að hagræða tungumálinu í lýsingu á athöfnum sínum er það yfirleitt til marks um annaðhvort vonda samvisku eða hræðslu – hræðslu við almenningsálitið. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera það sem þau telja nauðsynlegt og kalla það sínum réttu nöfnum en reyna ekki að fela það með orðskrúði eða með því að breyta hefðbundinni merkingu orða – það er merki um hugleysi. Látum stjórnvöld ekki komast upp með slíka misnotkun tungumálsins. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar