Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52