Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. febrúar 2024 23:29 Atvik málsins áttu sér stað í Þorlákshöfn. Vísir/Egill Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira