Caoimhin Kelleher stóð vaktina í marki Liverpool í fjarveru hins brasilíska Alisson og stóð sig með prýði. Átti Kelleher tvær frábærar markvörslur í leiknum sem fór alla leið í framlengingu. Þar var það fyrirliðinn Virgil van Dijk sem stóð uppi sem hetjan en hann tryggði sigurinn þegar skammt var eftir af framlengingu.
„Það skiptir í raun öllu máli að komast yfir í leik sem þessum, það gefur manni gríðarlegt forskot. Við skoruðum ekki og það er ákveðið vandamál. Fengum á okkur mark undir lok leiks og þá var erfitt að bregðast við,“ sagði Pochettino eftir leik en Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, skoraði í blálokin.
„Leikmenn mínir eru fagmenn en þurfa að finna fyrir sársaukanum. Það var bikar undir í dag en okkur tókst ekki að landa honum. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir sársauka.“
„Það er erfitt að vinna ekki úrslitaleiki ef þú nýtir ekki færin sem þú færð. Það er ástæðan fyrir því að við töpuðum. Við þurfum að vera beittari fyrir framan markið en að því sögðum óskum við Liverpool til hamingju og horfum fram á veginn.“