Sat eftir alblóðug í leik Athletic og Betis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 23:31 Guadalupe Porras hefur dæmt þægilegri leiki en viðureign Real Betis og Athletic Bilbao. Twitter@marca Leikur Real Betis og Athetic Bilbao var athyglisverður fyrir margar sakir. Betis vann góðan 3-1 sigur en ótrúlegt atvik skildi Guadalupe Porras, annan af aðstoðardómurum leiksins, eftir alblóðuga. Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira