Þrenna Bowen sá um Brentford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:00 Kom, sá, skoraði og sigraði. Vince Mignott/Getty Images Jarrod Bowen var allt í öllu hjá West Ham United þegar Hamrarnir unnu 4-2 sigur á Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira