Þrenna Bowen sá um Brentford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:00 Kom, sá, skoraði og sigraði. Vince Mignott/Getty Images Jarrod Bowen var allt í öllu hjá West Ham United þegar Hamrarnir unnu 4-2 sigur á Brentford í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
West Ham tók á móti Brentford í sannkölluðum Lundúnaslag en bæði lið þurftu á sigri að halda. Hamrarnir til að blanda sér í Evrópubaráttu og Brentford til hrista falldrauginn af sér. Bowen byrjaði sem fremsti maður og þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar var hann búinn að skora tvö mörk. Bæði komu eftir sendingu frá bakvörðum West Ham, Vladimír Coufal og Emerson. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Neal Maupey jafnaði metin eftir undirbúning Keane Lewis-Potter á 13. mínútu. Eftir það róaðist leikurinn og staðan var enn 2-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það var svo á 63. mínútu sem Bowen gerði endanlega út um leikinn þegar hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Mohammed Kudus frá hægri. Hans fyrsta þrenna á ferlinum. After 15 braces, Jarrod Bowen finally completes the first hat-trick of his senior career. pic.twitter.com/ohL8B3l0q4— Squawka (@Squawka) February 26, 2024 Örskömmu síðar fullkomnaði Emerson svo sigurinn með glæsilegi marki. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan D-bogann, vinstri bakvörðurinn stillti sig af og smellti boltanum upp í samskeytin fjær. Frábært mark og staðan orðin 4-1. Gestunum tókst að minnka muninn en það gerði Yoane Wissa með fínu skoti fyrir utan teig. Staðan orðin 4-2 og það reyndust lokatölur í Lundúnum þrátt fyrir að Brentford hafi sótt stíft undir lok leiks. Eftir sigur kvöldsins eru Hamrarnir í 8. sæti með 39 stig eftir 26 leiki, jafn mörg stig og Brighton & Hove Albion sem er sæti ofar. Manchester United situr í 6. sæti með 44 stig. Brentford er á sama tíma í 16. sæti með 25 stig, aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira