Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:37 Um hundrað af gíslunum sem Hamas-liðar rændu 7. október síðastliðinn eru enn í haldi samtakanna. AP/Maya Alleruzzo Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Biden sagðist byggja vonir sínar á upplýsingum frá þjóðaröryggisráðgjafa sínum en á sama tíma hafa erlendir miðlar greint frá því að árangur hafi náðst í vopnahlésviðræðunum eftir að Ísraelar breyttu afstöðu sinni gagnvart því að láta lausa palestínska fanga dæmda fyrir alvarleg brot. Viðræðurnar hafa verið leiddar af embættismönnum frá Katar, Egyptalandi og Bandaríkjamönnum en New York Times segir þær hafa strandað á því að Ísraelsmenn hafi ekki viljað láta palestínumenn lausa sem hafa verið dæmdir fyrir morð né viljað semja um varanlegt vopnahlé. Nú ku það hins vegar hafa breyst, þar sem samningamenn Ísraels eru sagðir hafa fallist á tillögu Bandaríkjamanna sem kveður á um að Hamas sleppi fimm ísraelskum hermönnum, allt konum, gegn því að Ísraelsmenn láti lausa fimmtán einstaklinga sem sitja í fangelsi fyrir hryðjuverktengd brot. Hamas-samtökin hafa ekki tjáð sig um tillöguna, samkvæmt New York Times. Önnur atriði, á borð við lengd vopnahlésins, eru enn til umræðu. Um 100 gíslar eru enn í haldi Hamas og ofangreind tillaga Bandaríkjamanna er sagður þáttur í umfangsmeiri tillögu sem kveður á um lausn 40 fanga, þeirra á meðal veikra og særðra. Tillaga Bandaríkjanna er sögð ganga út á nokkurs konar reikniformúlu sem áður hefur verið notuð; fyrir hverja konu sem Hamas sleppir lætur Ísrael þrjá fanga lausa, sex fyrir hvern mann 50 ára og eldri og tólf fyrir hvern veikan eða særðan mann. Þá fæst einn „hátt skrifaður“ Palestínumaður í haldi Ísraels og fimmtán aðrir fyrir hvern og einn hermann sem Hamas sleppa. New York Times hefur eftir einum heimildarmanni að leiðtogi Hamas á Gasa, Yahya Sinwar, sé opnari fyrir því nú en áður að semja um tímabundið vopnahlé, í þeirri von um að það verði varanlegt.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. 26. febrúar 2024 09:14
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49