Þórir gæti náð nítján árum með Noregi Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2024 15:01 Þórir Hergeirsson hefur gert stórkostlega hluti með norska landsliðið. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur átt í viðræðum við norska handknattleikssambandið um að halda áfram farsælu starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun. Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun.
Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira