Þórir gæti náð nítján árum með Noregi Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2024 15:01 Þórir Hergeirsson hefur gert stórkostlega hluti með norska landsliðið. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur átt í viðræðum við norska handknattleikssambandið um að halda áfram farsælu starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun. Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun.
Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni