„Ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 18:24 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði og lagði upp í sigrinum mikilvæga. Vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir var maður leiksins er íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Serbíu í seinni leik liðanna í einvígi um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hún segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi unnið einvígið vera einfalda. „Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
„Það er bara það að við skoruðum tvö mörk og þær bara eitt,“ sagði Sveindís glöð í bragði eftir sigurinn, en hún skoraði fyrra mark Íslands og lagði upp það seinna. „Við höfðum trú á verkefninu og mér fannst ósanngjarnt að við höfum verið undir í hálfleik. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna og það var að skora tvö mörk og halda hreinu í seinni. Við gerðum það bara og það skilaði okkur sigrinum.“ Íslenska liðið lenti undir strax á sjöttu mínútu leiksins og segir Sveindís það hafa verið högg. Hún segir þó að liðið hafi aldrei misst trú á verkefninu. „Það var svolítið högg þegar þær komast yfir bara í byrjun leiksins. En við höfðum tæpar 90 mínútur til að skora tvö og vinna. Þetta var bara eitthvað smá basl þarna og þær ná að skora. Það gerist oft að maður lendir undir en þá er bara karakter að koma til baka.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð að jafna metin í fyrri hálfleik fékk íslenska liðið tækifæri til þess. Þar á meðal fékk Sveindís eitt færi sem hún hefði viljað skora úr. „Þetta var eftir skot frá Karó [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur] og markmaðurinn ver. Mér fannst ég sjá hann svolítið seint en maður á alltaf að koma þessu inn. Þetta var bara smá óheppni og ég sagði það líka í viðtali í hálfleik að ég ætlaði að bæta upp fyrir þetta og mér fannst ég gera það í seinni.“ Þá segir hún að liðsheildin hafi skilað íslenska liðinu sigrinum í seinni hálfleik. „Ég held að þetta hafi bara snúist um hvort liðið langaði þetta meira og við vildum vinna þetta. Við vissum hvað við þurftum að gera til að vinna þetta. Liðið sem skorar fleiri mörk vinnur og við gerðum það í dag.“ Sigur íslenska liðsins var þó nokkuð torsóttur og stuttu áður en Sveindís jafnaði metin fyrir Ísland fengu Serbar gott færi til að tvöfalda forystuna. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda markinu hreinu í seinni eftir að þær skora. Við vitum að við erum gott varnarlið og við eigum ekki að fá á okkur mörg mörk. Mér fannst við gera þetta vel og þær fengu ekkert þannig séð mörg færi og voru ekki að opna okkur. Þær eru mjög aggressívar og mikil harka í þeim, en þær voru líka svolítið að henda sér niður sem fer svolítið í taugarnar á manni. En við hleyptum þeim ekki í hausinn á okkur og héldum bara áfram.“ „Þetta einkennir þær svolítið, að tefja. En við getum ekkert gert í því nema kannski að láta dómarann vita. Dómarinn gaf markmanninum þeirra gult spjald snemma í seinni hálfleik og það hjálpaði okkur. Hún getur þá ekki tekið fleiri sénsa. En svo var það bara geggjað hjá okkur að komast yfir og þá byrja þær að drífa sig. Við lokum bara á það og höldum vel í boltann. Mér fannst við gera það vel í lokin og gáfum engin færi á okkur.“ Klippa: Sveindís eftir sigurinn gegn Serbum
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 2-1 | Endurkoma og Íslendingar áfram í A-deild Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þetta var ljóst eftir 2-1 sigur á Serbíu á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði 1-1. 27. febrúar 2024 13:30