Sjálfbær kosningaloforð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar