Spyr sig hvað fylli mælinn hjá íslenskum bændum Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. febrúar 2024 21:09 Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir mótmæli bænda um Evrópu eiga hljómgrunn meðal starfsbræðra sinna hér á landi. Vísir/Einar Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi. Bændur í Evrópu hafa undanfarið verið að mótmæla aðgerðarleysi Evrópusambandsinsþegar kemur að lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og þungu regluverki er varðar búgreinar. Mótmælin hafa verið hvað hörðust í Brussel í Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópuþingsins eru. Þar hafa bændur lokað götum, sprautað mykju á lögreglumenn og grýtt þá. „Bændur í Evrópu eru líkt og íslenskir bændur að mótmæla meðal annars slælegri afkomu og regluverki og auknum innflutningi á dýraafurðum,“ segir Vigdís. Hún segir að þó íslenskir bændur hafi ekki efnt til slíkra aðgerða viti hún ekki hvað geti hugsanlega verið kornið sem fyllir mælinn. Viðkvæmar viðræður varðandi kolefnisskatt á landbúnað standi yfir í Danmörku og fari Ísland að þeirra fordæmi gæti dregið til tíðinda. „ Við erum náttúrlega þekkt fyrir það að líta til nágrannalandanna þegar kemur að slíku regluverki,“ segir Vigdís. Innflutningur matvæla stóraukist Vigdís segir jafnframt stöðu íslenskra bænda hafa verið mjög dapra og markaðshlutdeild innlendra matvæla farið minnkandi. Innflutningur á matvælum erlendis frá hafi aukist til muna. „Hér áður fyrr var markaðshlutdeild á íslensku nautakjöti um áttatíu prósent en er nú komin í kringum 60 til 65 prósent. Þannig að innflutningurinn er að aukast og við þurfum að horfa til þess að það er kannski ekki verið að framleiða matvælin undir sömu starfsskilyrðum og við erum að gera hér,“ segir Vigdís. Landbúnaður Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Bændur í Evrópu hafa undanfarið verið að mótmæla aðgerðarleysi Evrópusambandsinsþegar kemur að lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og þungu regluverki er varðar búgreinar. Mótmælin hafa verið hvað hörðust í Brussel í Belgíu þar sem höfuðstöðvar Evrópuþingsins eru. Þar hafa bændur lokað götum, sprautað mykju á lögreglumenn og grýtt þá. „Bændur í Evrópu eru líkt og íslenskir bændur að mótmæla meðal annars slælegri afkomu og regluverki og auknum innflutningi á dýraafurðum,“ segir Vigdís. Hún segir að þó íslenskir bændur hafi ekki efnt til slíkra aðgerða viti hún ekki hvað geti hugsanlega verið kornið sem fyllir mælinn. Viðkvæmar viðræður varðandi kolefnisskatt á landbúnað standi yfir í Danmörku og fari Ísland að þeirra fordæmi gæti dregið til tíðinda. „ Við erum náttúrlega þekkt fyrir það að líta til nágrannalandanna þegar kemur að slíku regluverki,“ segir Vigdís. Innflutningur matvæla stóraukist Vigdís segir jafnframt stöðu íslenskra bænda hafa verið mjög dapra og markaðshlutdeild innlendra matvæla farið minnkandi. Innflutningur á matvælum erlendis frá hafi aukist til muna. „Hér áður fyrr var markaðshlutdeild á íslensku nautakjöti um áttatíu prósent en er nú komin í kringum 60 til 65 prósent. Þannig að innflutningurinn er að aukast og við þurfum að horfa til þess að það er kannski ekki verið að framleiða matvælin undir sömu starfsskilyrðum og við erum að gera hér,“ segir Vigdís.
Landbúnaður Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira