Við vinnum með íslensku Joanna Dominiczak og Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifa 28. febrúar 2024 13:01 Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun