„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:52 Sara Sif skilaði góðu dagsverki þrátt fyrir stórt tap íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Sjá meira
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22