Forseti La Liga vill halda Greenwood á Spáni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. febrúar 2024 17:30 Mason Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá Manchester United síðasta sumar. Alex Caparros/Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga, segist vona að Mason Greenwood spili áfram í spænska boltanum eftir að lánsdvöl hans hjá Getafe lýkur. Greenwood er á láni hjá Getafe frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hann gekk til liðs við Getafe á lokadegi félagsskiptagluggans síðasta sumar. Upprunalega ætlaði United að halda Greenwood innan raða félagsins eftir að mál hans var látið niður falla þar sem hann var sakaður um heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar. Félagið sagði svo frá því á sínum tíma að líklega væri betra ef Greenwood myndi spila annarsstaðar og gaf sterklega í skyn að sóknarmaðurinn myndi aldrei spila fyrir Manchester United aftur. Sir Jim Ratcliffe, nýr meðeigandi félagsins, hefur þó sagt að nú sé mögulega kominn tími til að skoða stöðuna á nýjan leik. LaLiga chief Javier Tebas wants Mason Greenwood to stay in Spain beyond this season... as he insists the exiled Man United forward's loan at Getafe has not tarnished the league's reputation https://t.co/4S9n9WAR91— Mail Sport (@MailSport) February 29, 2024 Eins og áður segir vill Javier Tebas þó halda Greenwood á Spáni. „Ég er lögfræðingur og ef einhver er fundinn saklaus í sakamáli þá er ekkert meira sem þarf að segja,“ sagði Tebas, en þrátt fyrir lögfræðigráðuna talar hann um að Greenwood hafi verið fundinn saklaus þegar hið rétta er að málið var látið niður falla. „Hann er að standa sig virkilega vel sem leikmaður og ég vona að hann velji að vera um kyrrt á Spáni. Það væri gott fyrir okkur. Þá sagði Tebas einnig að fólk ætti að virða viðurstöðu dómstóla. „Þið ættuð að virða réttarkerfið. Fólk er kannski að fordæma hann í fjölmiðlum, en við verðum að virða niðurstöðu dómstóla. Það er ekkert meira sem hægt er að segja um það.“ „Hann var ekki fundinn sekur hérna þannig mér er alveg sama,“ sagði Tebas að lokum. Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Greenwood er á láni hjá Getafe frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hann gekk til liðs við Getafe á lokadegi félagsskiptagluggans síðasta sumar. Upprunalega ætlaði United að halda Greenwood innan raða félagsins eftir að mál hans var látið niður falla þar sem hann var sakaður um heimilisofbeldi og tilraun til nauðgunnar. Félagið sagði svo frá því á sínum tíma að líklega væri betra ef Greenwood myndi spila annarsstaðar og gaf sterklega í skyn að sóknarmaðurinn myndi aldrei spila fyrir Manchester United aftur. Sir Jim Ratcliffe, nýr meðeigandi félagsins, hefur þó sagt að nú sé mögulega kominn tími til að skoða stöðuna á nýjan leik. LaLiga chief Javier Tebas wants Mason Greenwood to stay in Spain beyond this season... as he insists the exiled Man United forward's loan at Getafe has not tarnished the league's reputation https://t.co/4S9n9WAR91— Mail Sport (@MailSport) February 29, 2024 Eins og áður segir vill Javier Tebas þó halda Greenwood á Spáni. „Ég er lögfræðingur og ef einhver er fundinn saklaus í sakamáli þá er ekkert meira sem þarf að segja,“ sagði Tebas, en þrátt fyrir lögfræðigráðuna talar hann um að Greenwood hafi verið fundinn saklaus þegar hið rétta er að málið var látið niður falla. „Hann er að standa sig virkilega vel sem leikmaður og ég vona að hann velji að vera um kyrrt á Spáni. Það væri gott fyrir okkur. Þá sagði Tebas einnig að fólk ætti að virða viðurstöðu dómstóla. „Þið ættuð að virða réttarkerfið. Fólk er kannski að fordæma hann í fjölmiðlum, en við verðum að virða niðurstöðu dómstóla. Það er ekkert meira sem hægt er að segja um það.“ „Hann var ekki fundinn sekur hérna þannig mér er alveg sama,“ sagði Tebas að lokum.
Spænski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira