Napolí blandar sér í Evrópubaráttuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 21:40 Khvicha Kvaratskhelia kom Napolí yfir. EPA-EFE/CESARE ABBATE Meistarar Napolí vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á Juventus í lokaleik helgarinnar í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Khvicha Kvaratskhelia var frábær á síðustu leiktíð en hefur líkt og aðrir leikmenn Napolí ekki verið upp á sitt besta á þessari. Hann kom hins vegar heimamönnum yfir með því sem reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Federico Chiesa jafnaði metin fyrir Juventus þegar níu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en sú forystu entist ekki lengi. Nokkrum mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Victor Osimhen fór á punktinn en spyrna hans fór forgörðum en sem betur fer fyrir heimaliðið hrökk knötturinn til baka út í teiginn þar sem Giacomo Raspadori kom Napolí yfir á nýjan leik. Fleiri urðu mörkin ekki í kvöld og leiknum lauk með 2-1 sigri Napolí. Tap Juventus þýðir að Inter er komið með níu fingur á titilinn en nú munar 12 stigum á liðunum í 1. og 2. sæti. Þá á Inter leik til góða og getur því náð 15 stiga forystu þegar 11 umferðir eru eftir. Napolí er í 7. sæti með 43 stig, fjórum stigum minna en Roma sem situr í 5. sæti. Ítalski boltinn Fótbolti
Meistarar Napolí vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á Juventus í lokaleik helgarinnar í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Khvicha Kvaratskhelia var frábær á síðustu leiktíð en hefur líkt og aðrir leikmenn Napolí ekki verið upp á sitt besta á þessari. Hann kom hins vegar heimamönnum yfir með því sem reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Federico Chiesa jafnaði metin fyrir Juventus þegar níu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en sú forystu entist ekki lengi. Nokkrum mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Victor Osimhen fór á punktinn en spyrna hans fór forgörðum en sem betur fer fyrir heimaliðið hrökk knötturinn til baka út í teiginn þar sem Giacomo Raspadori kom Napolí yfir á nýjan leik. Fleiri urðu mörkin ekki í kvöld og leiknum lauk með 2-1 sigri Napolí. Tap Juventus þýðir að Inter er komið með níu fingur á titilinn en nú munar 12 stigum á liðunum í 1. og 2. sæti. Þá á Inter leik til góða og getur því náð 15 stiga forystu þegar 11 umferðir eru eftir. Napolí er í 7. sæti með 43 stig, fjórum stigum minna en Roma sem situr í 5. sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti