Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 18:08 Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu, er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún hefur komið víða við, starfað sem túlkur, þjónustufulltrúi og bókasafnsvörður. Vísir/Einar Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024. Þetta kemur fram á vef Island.is fyrir rafræna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024. Opnað var fyrir fyrir rafræna söfnun meðmæla í dag og þar má sjá alla þá sem hafa boðið sig formlega fram til embættisins. Agnieszka Sokolowska er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún starfar sem sjálfstætt starfandi túlkur og sem verkefnastjóri hjá slökkviliðinu en hefur áður unnið sem þjónustufulltrúi hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu. Áður boðið sig fram á þing og í sveitastjórn Agnieszka greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í dag. Þar skrifar hún „Dear friends and foes. I decided to make an attempt to become the next president of Iceland. Would greatly appreciate your signatures, even if just for the kicks“ Á íslensku hljómar færslan svo: „Kæru vinir og óvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég yrði mjög þakklát fyrir ykkar undirskriftir, þó það sé bara til gamans gert.“ Þetta er ekki fyrsta framboð Agnieszku af því hún var í tíunda sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 og í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum árið 2021. Agnieszka var einnig til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2022 þegar hún mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á Jafnréttisþingi ásamt hópi erlendra kvenna. Þær vildu meina að Sólveig Anna græfi undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gáfu henni táknrænt rautt spjald fyrir það. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Island.is fyrir rafræna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024. Opnað var fyrir fyrir rafræna söfnun meðmæla í dag og þar má sjá alla þá sem hafa boðið sig formlega fram til embættisins. Agnieszka Sokolowska er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún starfar sem sjálfstætt starfandi túlkur og sem verkefnastjóri hjá slökkviliðinu en hefur áður unnið sem þjónustufulltrúi hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu. Áður boðið sig fram á þing og í sveitastjórn Agnieszka greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í dag. Þar skrifar hún „Dear friends and foes. I decided to make an attempt to become the next president of Iceland. Would greatly appreciate your signatures, even if just for the kicks“ Á íslensku hljómar færslan svo: „Kæru vinir og óvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég yrði mjög þakklát fyrir ykkar undirskriftir, þó það sé bara til gamans gert.“ Þetta er ekki fyrsta framboð Agnieszku af því hún var í tíunda sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 og í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum árið 2021. Agnieszka var einnig til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2022 þegar hún mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á Jafnréttisþingi ásamt hópi erlendra kvenna. Þær vildu meina að Sólveig Anna græfi undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gáfu henni táknrænt rautt spjald fyrir það.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira
Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00