„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2024 19:30 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í dag þar sem sagði að ákvörðun íslenskra stórnvalda um að frysta fjárframlög til UNRWA væri ekki aðeins óhófleg heldur líka vond, líkt og hún komst að orði í ræðu sinni. Vísir/Vilhelm Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm
Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01