Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 2. mars 2024 16:11 Frá síðasta hrauni. Vísir/Vilhelm Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. Áfram mælist aflögun á svæðinu en þegar um kvikuhlaup er að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir. Veðurstofan vaktar svæðið til að fylgjast með hvort að virknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupinu sé lokið. Möguleiki er að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Allir hafa skjálftarnir mælst við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Sama svæði og líklegast hefur verið talið að eldgos komi upp á. Hægt er að fylgjast með af Reykjanesi í beinni útsendingu í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.
Áfram mælist aflögun á svæðinu en þegar um kvikuhlaup er að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir. Veðurstofan vaktar svæðið til að fylgjast með hvort að virknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupinu sé lokið. Möguleiki er að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni. Allir hafa skjálftarnir mælst við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. Sama svæði og líklegast hefur verið talið að eldgos komi upp á. Hægt er að fylgjast með af Reykjanesi í beinni útsendingu í vefmyndavél Vísis hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira