Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 19:01 Pep Guardiola í leik dagsins. EPA-EFE/ASH ALLEN Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. „Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
„Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira