Þurfti að gera skiptingar vegna meiðsla og ekki á allt sáttur með dómara leiksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 23:31 Ten Hag fór yfir víðan völl eftir leik. EPA-EFE/TIM KEETON Erk ten Hag taldi lið sitt hafa spilað ágætlega en Manchester United mátti þola 3-1 tap gegn Manchester City á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Man Utd leiddi í hálfleik en það dugði skammt gegn ríkjandi Englandsmeisturum. „Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01
„Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16