Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 07:51 Um ellefu milljón manns búa á Haítí en lögregluþjónar landsins eru aðeins um 9.000 talsins. AP/Odelyn Joseph Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug. Haítí Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Yfirvöld hafa heitið því að fangelsa aftur alla morðingja, mannræningja og aðra ofbeldisfulla brotamenn. Fjármálaráðherrann Patrick Boivert, sem er starfandi forsætisráðherra, sagði lögreglu hafa verið skipað að beit öllum mögulegum ráðum til að framfylgja útgöngubanninu og handsama brotamenn. Forsætisráðherrann Ariel Henry hefur verið á ferðalagi til að afla stuðnings við að fá eftirlitslið frá Sameinuðu þjóðunum til að freista þess að koma á stöðugleika í landinu. Jimmy Chérizier, fyrrverandi lögregluþjónn sem gengur undir viðurnefninu „Barbecue“ og fer nú fyrir nokkurs konar gengjasamtökum, hefur lýst óöldinni á hendur sér og segir markmiðið að handsama ríkislögreglustjóra landsins og ráðherra og koma í veg fyrir að Henry snúi aftur. Árásir hafa verið gerðar á lögreglustöðvar, alþjóðaflugvöllinn og knattspyrnuleikvang landsins, þar sem starfsmönnum var haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Að minnsta kosti níu hafa látist frá því á fimmtudag, þar af fjórir lögregluþjónar. Talið er að um 5.400 fangar hafi sloppið í árásum á fangelsin. Meðal þeirra fáu fanga sem ákváðu að vera eftir eru átján fyrrverandi hermenn frá Kólumbíu, sem voru sakaðir um að hafa átt aðkomu að morðinu á forsetanum Jovenel Moise. „Gerið það hjálpið okkur,“ sagði einn þeirra, Francisco Uribe, í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Verið væri að fara á milli fangaklefa og myrða fólk af handahófi. Byssuhvellir heyrðust í fjölda hverfa á laugardag og þá voru margir án netsambands, eftir árásir á innviði. Henry tók við í kjölfar þess að Moise var ráðinn af dögum árið 2021en hefur ítrekað frestað því að boða til þing- og forsetakosninga, sem hafa ekki verið haldnar í áratug.
Haítí Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira