Faðir Verstappens vill losna við Horner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2024 13:30 Max Verstappen og Christian Horner fagna sigri Red Bull í kappakstrinum í Barein, fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. getty/Clive Rose Faðir Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, vill losna við Christian Horner sem liðsstjóra Red Bull. Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira