Töldu stangirnar týndar á Íslandi og fengu Véstein í málið Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 14:30 Mondo Duplantis með eina af nýju stöngunum sem hann nýtti til að verða heimsmeistari. Vésteinn Hafsteinsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leit að stöngunum þegar þær týndust. Getty/Alex Pantling og Vísir/Sigurjón Sænski stangastökkvarinn Mondo Duplantis þurfti að plokka plastið af nýju stöngunum sínum rétt áður en hann hóf keppni á HM í frjálsum íþróttum í gær, eftir skrautlega atburðarás sem meðal annars tengdist Íslandi. Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira