Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2024 20:38 Frá fundi ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Einar Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er hæfilega bjartsýnn á gang viðræðnanna. Þær byggi auðvitað töluvert á þeirri vinnu sem átt hafi sér stað á vettvangi viðræðna breiðfylkingarinnar og SA. „Við erum auðvitað með okkar mál sem við þurfum að klára og taka eflaust einhvern tíma. Síðan erum við líka með sérstaka samninga sem þarf að klára eins og til dæmis uppi á Keflavíkurflugvelli.“ Ragnar Þór Ingólfsson, Ástráður Haraldsson, og Sigríður Margrét Oddsdóttir voru á fundinum.Vísir/Einar Eru möguleikar á því að þar verði boðað til verkfalls? „Ég ætla svo sem ekkert að fullyrða um það. Við erum að funda með trúnaðarmönnum okkar uppi á Keflavíkurflugvelli í kvöld og metum síðan stöðuna eftir það. Þar er fólk að vinna í vinnufyrirkomulagi sem er nánast óboðlegt og þekkist ekki undir okkar kjarasamningi,“ segir Ragnar Þór. Nauðsynlegt væri að leiðrétta mál þessara hópa. Þetta er fólk sem þjónustar og skráir inn farþega og farangur farþega allra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli. Hverjar telur þú líkurnar á að deilan fari í hart þar ef ekki semst á næstu dögum? „Eigum við ekki að sjá fyrst hvernig viðsemjendur okkar taka okkur og meta síðan stöðuna eftir það. Við munum funda með okkar fólki í kvöld og þá ætti ýmislegt að skýrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er hæfilega bjartsýnn á gang viðræðnanna. Þær byggi auðvitað töluvert á þeirri vinnu sem átt hafi sér stað á vettvangi viðræðna breiðfylkingarinnar og SA. „Við erum auðvitað með okkar mál sem við þurfum að klára og taka eflaust einhvern tíma. Síðan erum við líka með sérstaka samninga sem þarf að klára eins og til dæmis uppi á Keflavíkurflugvelli.“ Ragnar Þór Ingólfsson, Ástráður Haraldsson, og Sigríður Margrét Oddsdóttir voru á fundinum.Vísir/Einar Eru möguleikar á því að þar verði boðað til verkfalls? „Ég ætla svo sem ekkert að fullyrða um það. Við erum að funda með trúnaðarmönnum okkar uppi á Keflavíkurflugvelli í kvöld og metum síðan stöðuna eftir það. Þar er fólk að vinna í vinnufyrirkomulagi sem er nánast óboðlegt og þekkist ekki undir okkar kjarasamningi,“ segir Ragnar Þór. Nauðsynlegt væri að leiðrétta mál þessara hópa. Þetta er fólk sem þjónustar og skráir inn farþega og farangur farþega allra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli. Hverjar telur þú líkurnar á að deilan fari í hart þar ef ekki semst á næstu dögum? „Eigum við ekki að sjá fyrst hvernig viðsemjendur okkar taka okkur og meta síðan stöðuna eftir það. Við munum funda með okkar fólki í kvöld og þá ætti ýmislegt að skýrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira