Verður hryllingsmyndin hjá Bayern enn hryllilegri? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 15:00 Leon Goretzka og Thomas Tuchel svekktir í leik Bayern München og Freiburg um helgina. Hann fór 2-2. getty/Helge Prang Ef Bayern München tapar fyrir Lazio í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eru allar líkur á fyrsta titlalausa tímabili liðsins í tólf ár. Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira