Forsetinn reyndi að koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:00 Mohammed Ben Sulayem (til vinstri). EPA-EFE/ALI HAIDER Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA - Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit í Formúlu 1 á dögunum. Hefur forsetinn nú verið ásakaður um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils. Á dögunum barst FIA ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Sami uppljóstrari hefur nú sakað forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. BBC, breska ríkisútvarpið greindi frá en ekki kemur fram hvers vegna Ben Sulayem vildi að keppninni í Vegas yrði frestað eða aflýst. Í frétt BBC er ýjað að því að það hafi eitthvað með samningamál Formúlu 1 að gera. Mohammed Ben Sulayem: FIA president allegedly told officials not to certify Las Vegas GP - BBC Sport https://t.co/Kxjvz7f8jN— Andrew Benson (@andrewbensonf1) March 5, 2024 Undanfarin tvö ár hefur mikil spenna ríkt á milli Liberty Media, fyrirtækisins sem á áauglýsingarétt F1, og FIA. Á þeim tíma hefur Ben Sulayem oftar en einu sinni reynt að sækja meira fjármagn úr F1 fyrir FIA. Sem stendur fær FIA 40 milljónir Bandaríkjadala, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, á ári fyrir að sjá um lagasetningu F1. Talsmaður F1 neitaði að tjá sig þegar BBC hafði samband. Akstursíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Á dögunum barst FIA ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Sami uppljóstrari hefur nú sakað forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum. BBC, breska ríkisútvarpið greindi frá en ekki kemur fram hvers vegna Ben Sulayem vildi að keppninni í Vegas yrði frestað eða aflýst. Í frétt BBC er ýjað að því að það hafi eitthvað með samningamál Formúlu 1 að gera. Mohammed Ben Sulayem: FIA president allegedly told officials not to certify Las Vegas GP - BBC Sport https://t.co/Kxjvz7f8jN— Andrew Benson (@andrewbensonf1) March 5, 2024 Undanfarin tvö ár hefur mikil spenna ríkt á milli Liberty Media, fyrirtækisins sem á áauglýsingarétt F1, og FIA. Á þeim tíma hefur Ben Sulayem oftar en einu sinni reynt að sækja meira fjármagn úr F1 fyrir FIA. Sem stendur fær FIA 40 milljónir Bandaríkjadala, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, á ári fyrir að sjá um lagasetningu F1. Talsmaður F1 neitaði að tjá sig þegar BBC hafði samband.
Akstursíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira