Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 10:05 Verkfall myndi hafa mikil áhrif á starfsemi Icelandair. Vísir/Vilhelm Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38