Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:04 Sema Erla Serdaroglu segir að sjálfboðaliðarnir muni gera sitt allra besta til að koma öllum dvalarleyfishöfum í öruggt skjól. Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39