Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. mars 2024 17:58 Salvör hefur gegnt embætti umboðsmanns barna frá árinu 2017. Vísir/Einar Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. Mbl ræddi við Salvöru fyrr í dag, þá sagðist hún ætla að hugsa sig um fram að páskum. Í samtali við Vísi segir Salvör að fólk hafi komið að máli við hana bæði áður og nú, en í þetta skiptið sé hún tilbúin að íhuga málið. „En allra síðustu daga hef ég fundið fyrir meiri áhuga, þannig að ég ætla að taka einn snúning á þessu,“ segir Salvör. Eins og áður segir starfar Salvör sem umboðsmaður barna en fyrir það starfaði hún sem forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Salvör hefur áður setið í stjórnlagaráði og er með doktorsgráðu í heimspeki. „Það er auðvitað mikið traust sem fólk ber til manns þegar það nefnir nafnið manns í tengslum við þetta embætti,“ segir Salvör og bætir við að það sé ástæða til þess að taka því alvarlega. „En þetta er auðvitað mikil skuldbinding að fara í þetta embætti og þess vegna hef ég ekki verið tilbúin til þess áður.“ Árin 2012 og 2016 bárust Salvöru áskoranir um að fara fram en þá segist hún ekki hafa verið tilbúin til þess að gefa kost á sér. „Þannig að maður þarf auðvitað að hugsa þetta mjög vandlega, bæði að fara í framboðið sjálft og meta það hvort maður eigi einhvern möguleika eða eitthvað erindi,“ segir Salvör að lokum. Allar nýjustu fréttir af forsetakosningunum má finna í forsetavakt Vísis hér að neðan. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Mbl ræddi við Salvöru fyrr í dag, þá sagðist hún ætla að hugsa sig um fram að páskum. Í samtali við Vísi segir Salvör að fólk hafi komið að máli við hana bæði áður og nú, en í þetta skiptið sé hún tilbúin að íhuga málið. „En allra síðustu daga hef ég fundið fyrir meiri áhuga, þannig að ég ætla að taka einn snúning á þessu,“ segir Salvör. Eins og áður segir starfar Salvör sem umboðsmaður barna en fyrir það starfaði hún sem forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Salvör hefur áður setið í stjórnlagaráði og er með doktorsgráðu í heimspeki. „Það er auðvitað mikið traust sem fólk ber til manns þegar það nefnir nafnið manns í tengslum við þetta embætti,“ segir Salvör og bætir við að það sé ástæða til þess að taka því alvarlega. „En þetta er auðvitað mikil skuldbinding að fara í þetta embætti og þess vegna hef ég ekki verið tilbúin til þess áður.“ Árin 2012 og 2016 bárust Salvöru áskoranir um að fara fram en þá segist hún ekki hafa verið tilbúin til þess að gefa kost á sér. „Þannig að maður þarf auðvitað að hugsa þetta mjög vandlega, bæði að fara í framboðið sjálft og meta það hvort maður eigi einhvern möguleika eða eitthvað erindi,“ segir Salvör að lokum. Allar nýjustu fréttir af forsetakosningunum má finna í forsetavakt Vísis hér að neðan.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28
Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18