Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:53 Palestínumenn flýja eyðilegginguna í Khan Younis í kjölfar árása Ísraelsmanna. AP/Mohammed Dahman Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira