Vegvísir gervigreindar Helga Þórisdóttir skrifar 8. mars 2024 10:01 Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra. Fyrir liggur að meirihluti þeirra fyrirtækja sem þróa upplýsingatæknikerfi, m.a. gervigreindarhugbúnað og forrit eru hagnaðardrifin einkarekin fyrirtæki. Gögnin okkar má því að vissu leyti líta á sem eldsneyti fyrir virkni og þróun gervigreindarinnar. Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar? Það er þegar persónuupplýsingum er safnað, þær færðar inn í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina. Í því sambandi má nefna að fyrirtækið OpenAI notaði fimm mismunandi gagnagrunna til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, s.s. Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notendum. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið notuð gögn sem voru birt opinberlega á Netinu og að þau hafi þótt nauðsynleg til að þjálfa mállíkön, er það álitamál hvort ekki hafi þurft samþykki fyrir notkun þeirra. Ættum við ekki í öllu falli að vera upplýst um að verið er að nota gögnin okkar í þessum tilgangi? Við þjálfun og þróun gervigreindar reynir einnig á meginreglu persónuverndar um meðalhóf og lágmörkun gagna. Sú regla fer ekki vel saman við þá staðreynd að forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að mata hana af gríðarlegu magni af gögnum. Einnig getur reynt á reglurnar þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanirum réttindi og skyldur okkar, til að mynda hvort við fáum lánafyrirgreiðslu, vátryggingu, inngöngu í skóla, eða fara yfir starfsumsóknir og próf. Þegar gervigreindin, upp á sitt einsdæmi – án mannlegrar aðkomu, tekur ákvörðun um réttindi og skyldur okkar erum við, hvert og eitt, metin út frá ákveðnum breytum og sett í tiltekinn flokk út frá þeim. Við eigum rétt á mannlegri aðkomu að slíkum ákvörðunum, ef þær eru íþyngjandi. Við eigum einnig rétt á að vera upplýst um hvort og eftir atvikum hvernig upplýsingar okkar eru unnar með gervigreind. Það er krefjandi að mæta þeim rétti þar sem gervigreindin er flókin og erfitt getur verið að skilja og útskýra virkni hennar. Konur og kóðar Gervigreindin er ekki greindari en gögnin sem fæða hana. Huga þarf sérstaklega að því að notkun gervigreindar leiði ekki til mismununar á milli hópa á grundvelli sögulegrar mismununar. Amazon notaði gervigreind til að fara yfir og gefa starfsumsóknum til fyrirtækisins einkunn. Í ljós kom að gervigreindin dró umsóknir kvenna um tæknileg störf kerfisbundið niður. Ástæðan var sú að forritið byggði á eldri gögnum frá fyrirtækinu, og þá sátu karlar að þessum störfum. Þá má ekki ganga út frá því að þær upplýsingar sem unnið er með í gervigreindarforritum sæti trúnaði eða séu ekki notaðar í óskilgreindum tilgangi. Samkvæmt notendaskilmálum OpenAI samþykkja notendur að fyrirtækið geti notað það efni sem þeir setja inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Þetta leiddi til þess að Samsung bannaði starfsmönnum sínum að nota ChatGPT og önnur sambærileg gervigreindarforrit eftir að starfsmenn deildu trúnaðargögnum fyrirtækisins með ChatGPT, m.a. kóðum, þróuðum af Samsung. Fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og aðrir sem nýta gervigreind í sinni starfsemi ættu samkvæmt þessu að setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og hvað ber að varast við notkun gervigreindarforrita. Er hægt að taka innihaldsefni úr köku? Gervigreindin getur búið til nýjar upplýsingar eða svokallaðar bull upplýsingar, þ.e. þegar hún ýkir eða finnur eitthvað upp. Sem dæmi um þetta má nefna að lögmaður í Kaliforníu bað ChatGPT að setja saman lista yfir lögfræðinga sem hefðu verið sakaðir um kynferðislega áreitni. Á listanum birtist nafn lagaprófessors og sagt að hann hefði áreitt nemanda í skólaferð til Alaska, með tilvísun til greinar í The Washington Post. Greinin var hins vegar ekki til og engin skólaferð farin til Alaska. Staðan er sú að það er ekki auðvelt að leiðrétta eða eyða gögnum sem gervigreindin notar. Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem „eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað“ – sem sagt – ekki hægt! Það skiptir því miklu að huga að því hvað er skráð upphaflega og hvaða upplýsingar gervigreindin er látin vinna með. Gerum þetta rétt Þrátt fyrir að gervigreind færi okkur óteljandi tækifæri, þarf að huga að því að hún brjóti ekki í bága við grundvallarmannréttindi til friðhelgi einkalífs. Gervigreind og persónuvernd eru ekki andstæðir pólar – það er hægtað þróa og nota gervigreind, en huga á sama tíma að því að einstaklingar njóti einkalífsverndar. Það er á ábyrgð þeirra sem þróa og nota gervigreindarkerfi að finna leiðir til þess en persónuverndarlöggjöfin er vegvísirinn. Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Gervigreind Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra. Fyrir liggur að meirihluti þeirra fyrirtækja sem þróa upplýsingatæknikerfi, m.a. gervigreindarhugbúnað og forrit eru hagnaðardrifin einkarekin fyrirtæki. Gögnin okkar má því að vissu leyti líta á sem eldsneyti fyrir virkni og þróun gervigreindarinnar. Hvenær reynir á persónuverndarreglur við notkun gervigreindar? Það er þegar persónuupplýsingum er safnað, þær færðar inn í tölvukerfi og notaðar til að þjálfa gervigreindina. Í því sambandi má nefna að fyrirtækið OpenAI notaði fimm mismunandi gagnagrunna til að þjálfa ChatGPT. Einn af þessum grunnum safnaði gögnum frá samfélagsmiðlum, s.s. Reddit, Youtube, Facebook, TikTok, Snapchat og Instagram – án þess að afla samþykkis frá notendum. Þrátt fyrir að aðeins hafi verið notuð gögn sem voru birt opinberlega á Netinu og að þau hafi þótt nauðsynleg til að þjálfa mállíkön, er það álitamál hvort ekki hafi þurft samþykki fyrir notkun þeirra. Ættum við ekki í öllu falli að vera upplýst um að verið er að nota gögnin okkar í þessum tilgangi? Við þjálfun og þróun gervigreindar reynir einnig á meginreglu persónuverndar um meðalhóf og lágmörkun gagna. Sú regla fer ekki vel saman við þá staðreynd að forsenda fyrir virkni gervigreindarinnar er að mata hana af gríðarlegu magni af gögnum. Einnig getur reynt á reglurnar þegar gervigreindinni er falið að taka ákvarðanirum réttindi og skyldur okkar, til að mynda hvort við fáum lánafyrirgreiðslu, vátryggingu, inngöngu í skóla, eða fara yfir starfsumsóknir og próf. Þegar gervigreindin, upp á sitt einsdæmi – án mannlegrar aðkomu, tekur ákvörðun um réttindi og skyldur okkar erum við, hvert og eitt, metin út frá ákveðnum breytum og sett í tiltekinn flokk út frá þeim. Við eigum rétt á mannlegri aðkomu að slíkum ákvörðunum, ef þær eru íþyngjandi. Við eigum einnig rétt á að vera upplýst um hvort og eftir atvikum hvernig upplýsingar okkar eru unnar með gervigreind. Það er krefjandi að mæta þeim rétti þar sem gervigreindin er flókin og erfitt getur verið að skilja og útskýra virkni hennar. Konur og kóðar Gervigreindin er ekki greindari en gögnin sem fæða hana. Huga þarf sérstaklega að því að notkun gervigreindar leiði ekki til mismununar á milli hópa á grundvelli sögulegrar mismununar. Amazon notaði gervigreind til að fara yfir og gefa starfsumsóknum til fyrirtækisins einkunn. Í ljós kom að gervigreindin dró umsóknir kvenna um tæknileg störf kerfisbundið niður. Ástæðan var sú að forritið byggði á eldri gögnum frá fyrirtækinu, og þá sátu karlar að þessum störfum. Þá má ekki ganga út frá því að þær upplýsingar sem unnið er með í gervigreindarforritum sæti trúnaði eða séu ekki notaðar í óskilgreindum tilgangi. Samkvæmt notendaskilmálum OpenAI samþykkja notendur að fyrirtækið geti notað það efni sem þeir setja inn, til að bæta og þróa þjónustuna. Þetta leiddi til þess að Samsung bannaði starfsmönnum sínum að nota ChatGPT og önnur sambærileg gervigreindarforrit eftir að starfsmenn deildu trúnaðargögnum fyrirtækisins með ChatGPT, m.a. kóðum, þróuðum af Samsung. Fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og aðrir sem nýta gervigreind í sinni starfsemi ættu samkvæmt þessu að setja starfsmönnum skýrar reglur um hvað má og hvað ber að varast við notkun gervigreindarforrita. Er hægt að taka innihaldsefni úr köku? Gervigreindin getur búið til nýjar upplýsingar eða svokallaðar bull upplýsingar, þ.e. þegar hún ýkir eða finnur eitthvað upp. Sem dæmi um þetta má nefna að lögmaður í Kaliforníu bað ChatGPT að setja saman lista yfir lögfræðinga sem hefðu verið sakaðir um kynferðislega áreitni. Á listanum birtist nafn lagaprófessors og sagt að hann hefði áreitt nemanda í skólaferð til Alaska, með tilvísun til greinar í The Washington Post. Greinin var hins vegar ekki til og engin skólaferð farin til Alaska. Staðan er sú að það er ekki auðvelt að leiðrétta eða eyða gögnum sem gervigreindin notar. Þessu hefur verið lýst af Microsoft sem „eins einföldu og að taka eitt innihaldsefni úr köku sem þú hefur bakað“ – sem sagt – ekki hægt! Það skiptir því miklu að huga að því hvað er skráð upphaflega og hvaða upplýsingar gervigreindin er látin vinna með. Gerum þetta rétt Þrátt fyrir að gervigreind færi okkur óteljandi tækifæri, þarf að huga að því að hún brjóti ekki í bága við grundvallarmannréttindi til friðhelgi einkalífs. Gervigreind og persónuvernd eru ekki andstæðir pólar – það er hægtað þróa og nota gervigreind, en huga á sama tíma að því að einstaklingar njóti einkalífsverndar. Það er á ábyrgð þeirra sem þróa og nota gervigreindarkerfi að finna leiðir til þess en persónuverndarlöggjöfin er vegvísirinn. Höfundur er forstjóri Persónuverndar.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar