Palestínskar konur í broddi fylkingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2024 11:45 Frá kvennaverkfallinu í október síðastliðnum, þar sem safnast var saman á Arnarhóli. Vísir/vilhelm Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara. Gangan hefst á Arnarhóli, þar sem byrjað verður að safnast saman klukkan tuttugu mínútur í fimm og svo gengið af stað klukkan fimm. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Salka, er einn skipuleggjenda. „Okkur finnst Arnarhóll táknrænn staður fyrir baráttu kvenna, allavega hérna á Íslandi. Og göngum svo saman í Kolaportið þar sem verður haldinn baráttufundur sem að þessu sinni er hugsaður fyrir Palestínu og verið að fókusera á palestínskar konur og verið að sýna samstöðu með palestínskri femínískri baráttu,“ segir Salka. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Á fundinum í Kolaportinu verður boðið upp á ræður og tónlistaratriði; DJ flugvél og geimskip flytur frumsamið lag um Palestínu, lesin verða ljóð á arabísku og íslensku og flóttakonur frá Palestínu sem hafast við í neyðarskýli Rauða krossins ávarpa fundinn. Þá flytja ræður Amal Tamimi, fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi, og Enas Dajani, palestínskur háskólanemi og baráttukona. „Svo verðum við með skemmtilegt palestínskt kaffihús. Þar eru palestínskar konur búnar að búa til palestínskt bakkelsi og veitingar og verða með te í anda Palestínu,“ segir Salka. „Við erum að einbeita okkur að því að lyfta upp röddum kvenna bæði frá Palestínu og kvenna af erlendum uppruna, það er sérstaklega mikilvægt núna.“ Salka vonast eftir góðri mætingu. Yfir þúsund manns hafa meldað sig í gönguna á Facebook. „Þessi dagur er auðvitað dagur okkar baráttu og við eigum að láta í okkur heyra á þessum degi. En auðvitað eru öll velkomin. Þó að þessi ganga sé hugsuð þannig að konur og kvár komi og gangi saman þá er allt stuðningsfólk velkomið í þessa baráttu.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Gangan hefst á Arnarhóli, þar sem byrjað verður að safnast saman klukkan tuttugu mínútur í fimm og svo gengið af stað klukkan fimm. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Salka, er einn skipuleggjenda. „Okkur finnst Arnarhóll táknrænn staður fyrir baráttu kvenna, allavega hérna á Íslandi. Og göngum svo saman í Kolaportið þar sem verður haldinn baráttufundur sem að þessu sinni er hugsaður fyrir Palestínu og verið að fókusera á palestínskar konur og verið að sýna samstöðu með palestínskri femínískri baráttu,“ segir Salka. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Á fundinum í Kolaportinu verður boðið upp á ræður og tónlistaratriði; DJ flugvél og geimskip flytur frumsamið lag um Palestínu, lesin verða ljóð á arabísku og íslensku og flóttakonur frá Palestínu sem hafast við í neyðarskýli Rauða krossins ávarpa fundinn. Þá flytja ræður Amal Tamimi, fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi, og Enas Dajani, palestínskur háskólanemi og baráttukona. „Svo verðum við með skemmtilegt palestínskt kaffihús. Þar eru palestínskar konur búnar að búa til palestínskt bakkelsi og veitingar og verða með te í anda Palestínu,“ segir Salka. „Við erum að einbeita okkur að því að lyfta upp röddum kvenna bæði frá Palestínu og kvenna af erlendum uppruna, það er sérstaklega mikilvægt núna.“ Salka vonast eftir góðri mætingu. Yfir þúsund manns hafa meldað sig í gönguna á Facebook. „Þessi dagur er auðvitað dagur okkar baráttu og við eigum að láta í okkur heyra á þessum degi. En auðvitað eru öll velkomin. Þó að þessi ganga sé hugsuð þannig að konur og kvár komi og gangi saman þá er allt stuðningsfólk velkomið í þessa baráttu.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Reykjavík Tengdar fréttir Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01 Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53 Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Vongóður um að stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNWRA Utanríkisráðherra segist vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNWRA, í ljósi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin í ráðuneytinu. 7. mars 2024 12:01
Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. 7. mars 2024 07:53
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17