Stubbarnir og barnið í sólinni hafa haldið börnum uppteknum og komið sér vel fyrir í heilaberki fullorðinna með miklum árangri. Nú hefur barnið þó eignast sitt eigið barn.
Barnið í sólinni var leikið af Jess Smith, þegar hún var níu mánaða gömul. Hún verður þrítug á næsta ári en eignaðist sitt fyrsta barn í janúar, með maka sínum Ricky Latham. Saman eignuðust þau dóttir sem ber nafnið Poppy Rae Latham en millinafnið er tilvísun í sólina sem Smith lék á árum áður, samkvæmt frétt Independent.
Fyrsta þáttaröðin af Stubbunum var sýnd í Bretlandi í mars 1997. Fjórum áður síðar hætti framleiðsla þáttanna en þeir hafa verið sýndir í fjölmörgum ríkjum heima og á tugum tungumála. Árið 2014 voru þó framleiddir 120 nýir þættir og eru Stubbarnir vinsælir á netinu.