Minnst fimmtán drónaárásum Húta afstýrt í nótt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. mars 2024 10:49 Skipinu Rubymar var sökkt af slíkri drónaárás í Rauðahafinu fyrr í mánuðinum. AP/Maxar Technologies Danska freigátan Iver Huitfeld skaut niður fjóra dróna í nótt sem Hútar sendu út til að gera árás á það. Það kom fram í tilkynningu frá danska hernum frá í morgun. Minnst fimmtán drónar gerðu atlögu að skipaumferð sunnanvert í Rauðahafinu í nótt. Þeir voru allir skotnir niður af herskipum á svæðinu. Sune Lund, skipstjóri Iver Huitfeld, segir að atlagan hafi átt sér stað laust eftir fjögur um nótt að staðartíma. „Laust eftir fjögur að staðartíma urðum við varir við dróna sem gerði sér leið í átt að Iver Huitfeld og nálægum skipum. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að þeir væru óvinveittir, brugðumst við við og tókum hann niður. Á næsta klukkutíma sem leið gerðist þetta þrisvar sinnum í viðbót,“ segir hann í tilkynningu frá danska hernum. US and Coalition Defeat Houthi Attack in Red Sea AreaBetween 4 a.m. and 6:30 a.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists conducted a large-scale uncrewed aerial vehicle (UAV) attack into the Red Sea and Gulf of Aden. CENTCOM and coalition forces identified the one-way pic.twitter.com/PJag5PYUfZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 9, 2024 Samkvæmt fréttaflutningi DR eru bæði skip og áhöfn heil á höldnu. Bandarísa miðlæga herstjórnin skrifar á samfélagsmiðilinn X að minnst fimmtán drónaárásum hafi verið afstýrt í nótt í Rauðahafi og Adenflóa. DR hefur eftir Troels Lund Poulsen varnamálaráðherra að hann sé stoltur af skjótum viðbrögðum áhafnar Ivars Huitfeld. „Við höldum áfram að vakta svæðið í samvinnu við nánustu bandamenn. Rétturinn til frjálsar siglingar er réttur sem okkur ber að vernda,“ segir hann. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. 6. mars 2024 21:33 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27. janúar 2024 10:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þeir voru allir skotnir niður af herskipum á svæðinu. Sune Lund, skipstjóri Iver Huitfeld, segir að atlagan hafi átt sér stað laust eftir fjögur um nótt að staðartíma. „Laust eftir fjögur að staðartíma urðum við varir við dróna sem gerði sér leið í átt að Iver Huitfeld og nálægum skipum. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að þeir væru óvinveittir, brugðumst við við og tókum hann niður. Á næsta klukkutíma sem leið gerðist þetta þrisvar sinnum í viðbót,“ segir hann í tilkynningu frá danska hernum. US and Coalition Defeat Houthi Attack in Red Sea AreaBetween 4 a.m. and 6:30 a.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthi terrorists conducted a large-scale uncrewed aerial vehicle (UAV) attack into the Red Sea and Gulf of Aden. CENTCOM and coalition forces identified the one-way pic.twitter.com/PJag5PYUfZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 9, 2024 Samkvæmt fréttaflutningi DR eru bæði skip og áhöfn heil á höldnu. Bandarísa miðlæga herstjórnin skrifar á samfélagsmiðilinn X að minnst fimmtán drónaárásum hafi verið afstýrt í nótt í Rauðahafi og Adenflóa. DR hefur eftir Troels Lund Poulsen varnamálaráðherra að hann sé stoltur af skjótum viðbrögðum áhafnar Ivars Huitfeld. „Við höldum áfram að vakta svæðið í samvinnu við nánustu bandamenn. Rétturinn til frjálsar siglingar er réttur sem okkur ber að vernda,“ segir hann.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. 6. mars 2024 21:33 Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44 Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27. janúar 2024 10:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fyrstu mannslátin vegna árása Húta á Rauðahafi Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. 6. mars 2024 21:33
Skip sökk eftir loftárás Húta Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 2. mars 2024 13:44
Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. 27. janúar 2024 10:31