Þegar ég verð stór Berglind Sunnu Bragadóttir skrifar 9. mars 2024 15:01 Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun