Heimsmeistarinn á verðlaunapalli í hundraðasta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 18:31 Max Verstappen skellti sér á verðlaunapall í hundraðasta sinn á ferlinum í dag. Rudy Carezzevoli/Getty Images Þrefaldi heimsmeistarinn Max Verstappen vann öruggan sigur í Formúlu 1 í dag er keppt var í Sádi-Arabíu. Með sigrinum kom hann sér á verðlaunapall í hundraðasta sinn á ferlinum. Verstappen var á ráspól þegar farið var af stað í Sádi-Arabíu í dag og hafði hann mikla yfirburði frá upphafi til enda. Hann leiddi alla keppnina, ef frá er talin stuttur tími eftir að hann fór inn á þjónustusvæði snemma í keppninni eftir að Lance Stroll, ökumaður Aston Martin, missti stjórn á bíl sínum og endaði úti í vegg. LAP 7/50Stroll into the barriers He tells his Aston Martin team he's okay ⚠️ SAFETY CAR ⚠️#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/5eaIiGItkw— Formula 1 (@F1) March 9, 2024 Lando Norris leiddi þá um stund, en Verstappen var fljótur að koma sér í fyrsta sæti á ný og eftir það var sigur hans í raun aldrei í hættu. Verstappen hefur nú endað á verðlaunapalli í hundrað af þeim 188 keppnum sem hann hefur byrjað í Formúlu 1. YES, Max wins in Jeddah 🟰 𝟏𝟎𝟎 𝐏𝐎𝐃𝐈𝐔𝐌𝐒, what a milestone! 😮#SaudiArabianGP pic.twitter.com/ag6AJ5fnY7— Max Verstappen (@VerstappenCOM) March 9, 2024 Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, kom annar í mark og Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji yfir endamarkslínuna. Oliver Bearman, sem keyrði á Ferrari í fjarveru Carlos Sainz, gerði vel og endaði sjöundi í sinni fyrstu keppni. Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Verstappen var á ráspól þegar farið var af stað í Sádi-Arabíu í dag og hafði hann mikla yfirburði frá upphafi til enda. Hann leiddi alla keppnina, ef frá er talin stuttur tími eftir að hann fór inn á þjónustusvæði snemma í keppninni eftir að Lance Stroll, ökumaður Aston Martin, missti stjórn á bíl sínum og endaði úti í vegg. LAP 7/50Stroll into the barriers He tells his Aston Martin team he's okay ⚠️ SAFETY CAR ⚠️#F1 #SaudiArabianGP pic.twitter.com/5eaIiGItkw— Formula 1 (@F1) March 9, 2024 Lando Norris leiddi þá um stund, en Verstappen var fljótur að koma sér í fyrsta sæti á ný og eftir það var sigur hans í raun aldrei í hættu. Verstappen hefur nú endað á verðlaunapalli í hundrað af þeim 188 keppnum sem hann hefur byrjað í Formúlu 1. YES, Max wins in Jeddah 🟰 𝟏𝟎𝟎 𝐏𝐎𝐃𝐈𝐔𝐌𝐒, what a milestone! 😮#SaudiArabianGP pic.twitter.com/ag6AJ5fnY7— Max Verstappen (@VerstappenCOM) March 9, 2024 Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, kom annar í mark og Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji yfir endamarkslínuna. Oliver Bearman, sem keyrði á Ferrari í fjarveru Carlos Sainz, gerði vel og endaði sjöundi í sinni fyrstu keppni.
Akstursíþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira