Heiða Guðný er um mínútu að rýja hverja kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 20:30 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem fer á milli bæjar til að rýja sauðfé bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind. Hún rýir oft hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kindur á dag fyrir bændur og búalið. Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira