Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 10:52 Myndin af Katrínu og börnunum var sú fyrsta sem birt var eftir að prinsessan gekkst undir aðgerð á kviðarholi á dögunum. Þögn konungsfjölskyldunnar um aðgerðina hefur að sjálfsögðu ýtt undir alls kyns kjaftasögur og samsæriskenningar. AP/Kin Cheung Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. „Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP. Bretland Kóngafólk Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
„Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira