Átján boða forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2024 11:57 Kristján Jökull einkaþjálfari er meðal þeirra átján sem hafa boðað forsetaframboð. facebook Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Átján einstaklingar hafa meldað sig til leiks og boðað forsetaframboð. Það hafa þeir gert með því að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð. Aðeins frambjóðandi sjálfur getur stofnað til slíkrar meðmælasöfnunar. Nú eru átján mættir til leiks sem slíkir. Einn sá nýjasti á lista er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari en hann var um hríð fastur gestur í útvarpsþættinum Harmageddon þar sem hann kynnti sig sem hægri mann. Bragi Páll Sigurðsson þá blaðamaður Stundarinnar sló því upp að hann hafi haft uppi ógnandi tilburði við Hildi Lilliendahl femínista. Meðal annars með einkaskilaboðunum: „Vantar einn svona harðan til að útrýma þessum öfgafemínistum.“ Auk þeirra átján sem hafa stofnað til undirskriftasöfnunar er talið nánast öruggt að Baldur Þórhallsson prófessor fari fram. Alma Möller landlæknir hefur verið orðuð við framboð sem og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri. Þá er þrálátur orðrómur um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en hún hefur ekki verið afdráttarlaus í svörum þar um. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl. Eftirfarandi eru komnir á lista yfir þá sem boða forsetaframboð: Agnieszka Sokolowska Arnar Þór Jónsson Axel Pétur Axelsson Ástþór Magnússon Wium Borgþór Alex Óskarsson Eyjólfur Reynisson Guðmundur Sveinn Bæringsson Húni Húnfjörð Ingibjörg Jóhannsdóttir Ísfold Kristjánsdóttir Jón Kjartansson Jón T Unnarson Sveinsson Kristján Jökull Aðalsteinsson Malgorzata Adamczyk Oliver Þórisson Sigríður Hrund Pétursdóttir Snorri Óttarsson Tómas Logi Hallgrímsson
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46 Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18 Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16
Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. 27. febrúar 2024 18:46
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. 1. mars 2024 12:18
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. 4. mars 2024 15:34