Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2024 14:27 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bendir á að efnahagslegt umhverfi greinarinnar hér á landi skerði samkeppnishæfni. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31
Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00