Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 12:30 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira