Belgar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í júní og eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Írland 23. mars og við England á Wembley þremur dögum síðar. Hópinn þeirra má sjá hér að neðan.
The first list of 2024. pic.twitter.com/xQRZQbmtw5
— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) March 14, 2024
Glíma De Bruyne við meiðsli í vetur er þess valdandi að hann fær frí núna, en þetta staðfestir belgíski landsliðsþjálfarinn Domenico Tedesco við blaðamanninn Kristof Terreur.
„Hann er búinn að spila með minni háttar vöðvameiðsli í síðustu leikjum. Ég ræddi við lækninn og Kevin, og við ákváðum að áhættan væri of mikil,“ sagði Tedesco og bætti við:
„Landsliðið vill að De Bruyne verði klár í slaginn á EM í sumar, og þess vegna töldum við mikilvægt að hann fengi þá hvíld sem hann þarf.“
De Bruyne spilaði lítið sem ekkert með City fyrir áramót en hóf endurkomu sína í janúar og hefur síðan spilað fimm deildarleiki í byrjunarliði, þar á meðal stórleikina við Liverpool og Manchester United í þessum mánuði.
Manchester City á einn leik eftir fram að landsleikjahléinu en það er gegn Newcastle á laugardaginn, í ensku bikarkeppninni.