Vinsældir Laufeyjar eru miklar hér á landi sem erlendis en uppselt varð á augabragði á alla þrjá tónleikana hennar sem fóru fram liðna helgi. Laufey hlaut Grammy-verðlaun á dögunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.
Í veislunni var Lafeyju komið á óvart með Grammy-verðlauna köku sem vakti mikla lukku.
Plötusnúðurinn Benni B-Ruff hélt svo stemningunni gangandi fram eftir kvöldi.














