Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2024 15:02 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. Þessi viljaskortur hefði komið niður á Úkraínumönnum á vígvöllum Úkraínu. Þetta sagði framkvæmdastjórinn þegar hann var að kynna ársskýrslu NATO fyrir síðasta ár. „Úkraínumenn eru ekki að verða uppiskroppa með hugrekki, þeir eru að verða uppiskroppa með skotfæri,“ sagði Stoltenberg. „Þetta er mikilvæg stund og það yrðu alvarleg mistök að leyfa Pútín [forseta Rússlands] að bera sigur úr býtum. Við getum ekki leyft alræðisherrum að ná fram vilja sínum með valdi.“ Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Stoltenberg nefndi þó einnig að nokkur ríki NATO hefðu gert öryggissamstarfssamninga við Úkraínu og að verið væri að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar og F-16 orrustuþotur. Þá sagði framkvæmdastjórinn að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist töluvert í Evrópu og í Kanada. Síðasta ár hefði verið níunda árið í röð þar sem þessi fjárútlát eru aukin og aukningin í fyrra samsvaraði um ellefu prósentum. Stoltenberg sagði útlit fyrir að á þessu ári myndu aðildarríki NATO verja um 470 milljörðum dala í varnarmál, sem samsvaraði um tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu allra ríkjanna. Það yrði í fyrsta sinn sem sá áfangi næðist. Leiðtogar NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Fjárútlát til varnarmála í Evrópu hafa aukist verulega frá 2014, eftir margra áratuga niðurskurð. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Í skýrslunni sem Stoltenberg kynnti kemur einnig fram að könnun sem forsvarsmenn bandalagsins létu gera sýni að NATO njóti mikils stuðnings meðal íbúa í aðildarríkjum. Það sama gildir um aðstoð handa Úkraínumönnum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Víðast hvar í aðildarríkjum NATO sagðist meirihluti þeirra sem spurðir voru að þeir myndu segja já, ef greidd yrðu atkvæði um aðild að NATO í dag. Hlutfallið hér á landi var sjötíu prósent.NATO Nokkuð stór meirihluti þeirra sem spurðir voru sögðust styðja áframhaldandi hernaðaraðstoð til Úkraínu.NATO NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Þessi viljaskortur hefði komið niður á Úkraínumönnum á vígvöllum Úkraínu. Þetta sagði framkvæmdastjórinn þegar hann var að kynna ársskýrslu NATO fyrir síðasta ár. „Úkraínumenn eru ekki að verða uppiskroppa með hugrekki, þeir eru að verða uppiskroppa með skotfæri,“ sagði Stoltenberg. „Þetta er mikilvæg stund og það yrðu alvarleg mistök að leyfa Pútín [forseta Rússlands] að bera sigur úr býtum. Við getum ekki leyft alræðisherrum að ná fram vilja sínum með valdi.“ Sjá einnig: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Stoltenberg nefndi þó einnig að nokkur ríki NATO hefðu gert öryggissamstarfssamninga við Úkraínu og að verið væri að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar og F-16 orrustuþotur. Þá sagði framkvæmdastjórinn að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist töluvert í Evrópu og í Kanada. Síðasta ár hefði verið níunda árið í röð þar sem þessi fjárútlát eru aukin og aukningin í fyrra samsvaraði um ellefu prósentum. Stoltenberg sagði útlit fyrir að á þessu ári myndu aðildarríki NATO verja um 470 milljörðum dala í varnarmál, sem samsvaraði um tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu allra ríkjanna. Það yrði í fyrsta sinn sem sá áfangi næðist. Leiðtogar NATO samþykktu á fundi árið 2014, eftir ólöglega innlimun Rússa á Krímskaga og innrás í austurhluta landsins, að snúa þróun undanfarinna áratuga og að auka fjárútlát til varnarmála. Á fundi í Vilníus í fyrra var svo samþykkt á nýjan leik að ríki NATO myndu ná prósentunum tveimur og að fimmtungur af fjárútlátum til varnarmála ættu að fara í ný hergögn og þróun þeirra. Fjárútlát til varnarmála í Evrópu hafa aukist verulega frá 2014, eftir margra áratuga niðurskurð. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Í skýrslunni sem Stoltenberg kynnti kemur einnig fram að könnun sem forsvarsmenn bandalagsins létu gera sýni að NATO njóti mikils stuðnings meðal íbúa í aðildarríkjum. Það sama gildir um aðstoð handa Úkraínumönnum, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Víðast hvar í aðildarríkjum NATO sagðist meirihluti þeirra sem spurðir voru að þeir myndu segja já, ef greidd yrðu atkvæði um aðild að NATO í dag. Hlutfallið hér á landi var sjötíu prósent.NATO Nokkuð stór meirihluti þeirra sem spurðir voru sögðust styðja áframhaldandi hernaðaraðstoð til Úkraínu.NATO
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26