Sjálfstæðismenn segja ríkisstjórn og stéttarfélög ráðskast með sveitarfélögin Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2024 19:20 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála ræddu meðal annars aðgerðir vegna kjarasamninga á landsþingi sambandsins í Hörpu í dag. Sigríður Hagalín fréttamaður stýrði umræðum. Vísir/Vilhelm Oddvitar Sjálfstæðisflokksins segja að ráðskast hafi verið með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu dagana fyrir undirritun kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hinn 7, mars fór ekki fram hjá neinum að ekki var eining innan Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðkomu þeirra að samningunum. Þegar samningarnir lágu nánast fyrir hinn 4. mars og ríkisstjórnin tilbúin með sitt stóð á svörum frá sveitarfélögunum varðandi lækkun á gjaldskrám og fjórðungs kostnaðarþátttöku með ríkinu til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum. Þá sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Eftir síðbúin svör frá sveitarfélögunum handsalaði forystufólk SA og stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar kjarasamninga til fjögurra ára að kveldi 7. mars.Vísir/Vilhelm „Núna er boltinn dálítið hjá þeim (sveitarfélögunum). Þau verða að átta sig á sinni ábyrgð því það liggur alveg fyrir að ávinningur sveitarfélaga af þeirri leið sem við erum að fara hér er gríðarlegur.“ Tekist á um bókanir og hugmyndafræði En oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum vildu fara aðra leiðir, til dæmis að ríkið byði sérstakar ótekjutengdar barnabætur, sem hefðu ekki kostað sveitarfélögin neitt. Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins birta grein í Morgunblaðinu í dag þar sem þeir saka Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hafa ekki komið óánægju þeirra á framfæri. Ekki hafi verið vakin athygli á bókun í stjórn Sambands sveitarfélaga tæpri viku fyrir undirritun samninga þar sem sagði meðal annars; „ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.“ Bókun Sambands sveitarfélaga.vísir Í greininni er hins vegar sleppt að nefna fyrri hluta bókunarinnar þar sem segir: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að skrifa undir yfirlýsingu um sameiginlegar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga.“ Forysta verkalýðshreyfingarinnar virtist hins vegar vita vel af óánægju oddvita Sjálfstæðismanna. Tveimur dögum fyrir undirritun samninga, lágu þeir nánast klárir fyrir en beðið var svara frá sveitarfélögunum. Þá sagði formaður Starfsgreinasambandsins þetta: „Yfirlýsingin sem við höfum fengið segir að leitast skuli við. Það er orðalag sem við getum ekki fallist á. Því hvað gerist ef það tekst ekki að finna leiðir til að láta skólamáltíðirnar verða gjaldfrjálsar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum hinn 5. mars. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verða allir grunnskólarnir með. Ég spyr þig, verður Hafnarfjörður td. með í því í haust að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir máltíðirnar? „Við ætlum að vera með í þessu. En ætlum að útfæra það með þeim hætti sem okkur þykir vænlegastur þegar að þessu kemur. Það á eftir að fara af stað útfærsla með ríkisvaldinu og örðum,“segir Rósa. Gagnrýni hennar og annarra oddvita Sjálfstæðisflokksins snúi að því að forystufólk sambandsins hafi ekki komið óánægju margra sveitarfélaga með þessa leið á framfæri við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. „Þetta er bara mjög sérstakt mál. Sérstaklega er það vilji sveitarstjórnarfólks að leiðrétta það, að það ríkir og ríkti ekki einhugur um aðferðafræðina. Um að svona væri gripið inn í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Vonandi bara pólitískt upphlaup Heiða Bjög Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að öll sveitarfélög bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum næsta haust.Stöð 2/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðismönnum sem hafi tekið þátt í þessari ákvörðun á öllum stigum málsins. Þessar aðgerðir hefðu verið forsenda þess að skrifað yrði undir kjarasamninga. „Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélögin. Það var samhljóða niðurstaða í stjórn að það væri ábyrgðarlaust að skrifa ekki undir þessa yfirlýsingu og við gerðum það. En auðvitað á svo eftir að útfæra leiðirnar til að koma þessum gjaldfrjálsu skólamáltíðum á,“ segir Heiða Björg. Aðilar vinnumarkaðarins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fylgjast með kynningu á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá nýundirritaða kjarasamninga hinn 7. mars.Vísir/Vilhelm Ef sveitarfélögin bjóða ekki öll upp á gjaldfrjálsar máltíðir næsta haust hefur forystufólk verkalýðshreyfingarinnar sagt að þar með væru forsendur nýgerðra kjarasamninga ekki uppfylltar. „Þess vegna segi ég að þetta sé óvænt útspil sjálfstæðisflokksfulltrúa,“ segir Heiða Björg. Hún voni því að engin skorist undan. „Ef svo færi í haust að einhver sveitarfélög verði ekki með þá er þeim (forsendunum) ekki að fullu framfylgt. Það er alveg rétt. En nú eru til dæmis þrír af þeim sem skrifa undir þessa grein í Morgunblaðinu í stjórn sambandsins og samþykktu að skrifa undir þetta. Þannig að ég ætla mér enn þá að vona að þetta sé eitthvað pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna sem síðan verði leiðrétt. Þar sem ég held að þeir hagsmunir sem eru í húfi séu miklu meiri en þeir að rífast um bókanir og fundargerðir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir. Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. 14. mars 2024 12:15 „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Síðustu dagana fyrir undirritun kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hinn 7, mars fór ekki fram hjá neinum að ekki var eining innan Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðkomu þeirra að samningunum. Þegar samningarnir lágu nánast fyrir hinn 4. mars og ríkisstjórnin tilbúin með sitt stóð á svörum frá sveitarfélögunum varðandi lækkun á gjaldskrám og fjórðungs kostnaðarþátttöku með ríkinu til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum. Þá sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Eftir síðbúin svör frá sveitarfélögunum handsalaði forystufólk SA og stéttarfélaga innan breiðfylkingarinnar kjarasamninga til fjögurra ára að kveldi 7. mars.Vísir/Vilhelm „Núna er boltinn dálítið hjá þeim (sveitarfélögunum). Þau verða að átta sig á sinni ábyrgð því það liggur alveg fyrir að ávinningur sveitarfélaga af þeirri leið sem við erum að fara hér er gríðarlegur.“ Tekist á um bókanir og hugmyndafræði En oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum vildu fara aðra leiðir, til dæmis að ríkið byði sérstakar ótekjutengdar barnabætur, sem hefðu ekki kostað sveitarfélögin neitt. Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins birta grein í Morgunblaðinu í dag þar sem þeir saka Heiðu Björgu Hilmisdóttur formann Sambands íslenskra sveitarfélaga um að hafa ekki komið óánægju þeirra á framfæri. Ekki hafi verið vakin athygli á bókun í stjórn Sambands sveitarfélaga tæpri viku fyrir undirritun samninga þar sem sagði meðal annars; „ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.“ Bókun Sambands sveitarfélaga.vísir Í greininni er hins vegar sleppt að nefna fyrri hluta bókunarinnar þar sem segir: „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir að skrifa undir yfirlýsingu um sameiginlegar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga.“ Forysta verkalýðshreyfingarinnar virtist hins vegar vita vel af óánægju oddvita Sjálfstæðismanna. Tveimur dögum fyrir undirritun samninga, lágu þeir nánast klárir fyrir en beðið var svara frá sveitarfélögunum. Þá sagði formaður Starfsgreinasambandsins þetta: „Yfirlýsingin sem við höfum fengið segir að leitast skuli við. Það er orðalag sem við getum ekki fallist á. Því hvað gerist ef það tekst ekki að finna leiðir til að láta skólamáltíðirnar verða gjaldfrjálsar,“ sagði Vilhjálmur í kvöldfréttum hinn 5. mars. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verða allir grunnskólarnir með. Ég spyr þig, verður Hafnarfjörður td. með í því í haust að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir máltíðirnar? „Við ætlum að vera með í þessu. En ætlum að útfæra það með þeim hætti sem okkur þykir vænlegastur þegar að þessu kemur. Það á eftir að fara af stað útfærsla með ríkisvaldinu og örðum,“segir Rósa. Gagnrýni hennar og annarra oddvita Sjálfstæðisflokksins snúi að því að forystufólk sambandsins hafi ekki komið óánægju margra sveitarfélaga með þessa leið á framfæri við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins. „Þetta er bara mjög sérstakt mál. Sérstaklega er það vilji sveitarstjórnarfólks að leiðrétta það, að það ríkir og ríkti ekki einhugur um aðferðafræðina. Um að svona væri gripið inn í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Vonandi bara pólitískt upphlaup Heiða Bjög Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að öll sveitarfélög bjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum næsta haust.Stöð 2/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta óvænt upphlaup hjá Sjálfstæðismönnum sem hafi tekið þátt í þessari ákvörðun á öllum stigum málsins. Þessar aðgerðir hefðu verið forsenda þess að skrifað yrði undir kjarasamninga. „Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélögin. Það var samhljóða niðurstaða í stjórn að það væri ábyrgðarlaust að skrifa ekki undir þessa yfirlýsingu og við gerðum það. En auðvitað á svo eftir að útfæra leiðirnar til að koma þessum gjaldfrjálsu skólamáltíðum á,“ segir Heiða Björg. Aðilar vinnumarkaðarins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fylgjast með kynningu á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá nýundirritaða kjarasamninga hinn 7. mars.Vísir/Vilhelm Ef sveitarfélögin bjóða ekki öll upp á gjaldfrjálsar máltíðir næsta haust hefur forystufólk verkalýðshreyfingarinnar sagt að þar með væru forsendur nýgerðra kjarasamninga ekki uppfylltar. „Þess vegna segi ég að þetta sé óvænt útspil sjálfstæðisflokksfulltrúa,“ segir Heiða Björg. Hún voni því að engin skorist undan. „Ef svo færi í haust að einhver sveitarfélög verði ekki með þá er þeim (forsendunum) ekki að fullu framfylgt. Það er alveg rétt. En nú eru til dæmis þrír af þeim sem skrifa undir þessa grein í Morgunblaðinu í stjórn sambandsins og samþykktu að skrifa undir þetta. Þannig að ég ætla mér enn þá að vona að þetta sé eitthvað pólitískt upphlaup Sjálfstæðismanna sem síðan verði leiðrétt. Þar sem ég held að þeir hagsmunir sem eru í húfi séu miklu meiri en þeir að rífast um bókanir og fundargerðir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir.
Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. 14. mars 2024 12:15 „Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði neikvæð áhrif á vinnumarkaðssátt Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina. 14. mars 2024 12:15
„Óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“ 14. mars 2024 08:51
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. 4. mars 2024 11:47